Edwin Roald Rögnvaldsson, golfvallahönnuður mun taka þátt í pallborðsumræðum á nýsköpunarráðstefnu bandaríska golfsambandsins, USGA Innovation Symposium, en ráðstefnan fer fram í Tókýó í Japan í næstu viku.
Edwin Roald var boðið á ráðstefnuna af USGA.
Meðal annarra framsögumanna eru Mike Davis, framkvæmdastjóri USGA, og heimamaðurinn Shigeki Maruyama, fyrrverandi atvinnukylfingur á PGA-mótaröðinni sem nú stýrir afreksstarfi japanskra kylfinga í tengslum við golfkeppni Ólympíuleikana, sem fram fara í Tókýó á næsta ári.
Ráðstefnan fer fram 12. og 13. mars. Sýnt verður frá henni á Facebook.
Almennar upplýsingar um ráðstefnuna: