/

Deildu:

Auglýsing

Valdís Þóra Jónsdóttir endaði í fimmta sæti á Women’s NSW Open sem fram fór á Queanbeyan Golf Club rétt við höfuðborgina Canberra í Ástralíu.

Mótið er sameiginlegt verkefni hjá LET Evrópumótaröðinni og ALPG / áströlsku LPGA mótaröðinni. LET Evrópumótaröðin er í efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu.

Valdís lék á -6 samtals (63-70-72-73). Valdís Þóra var í efsta sæti eftir fyrsta hringinn og lék sinn besta hring frá upphafi eða -8. Valdís fékk rúmlega 250.000 kr. í verðlaunfé. Þetta er í þriðja sinn sem Valdís Þóra endar á meðal 10 efstu á þessari mótaröð í 27 tilraunum. Hún hefur tvívegis endað í þriðja sæti sem er besti árangur hjá íslenskum atvinnukylfingi á atvinnumótaröð í efsta styrkleikaflokki.

Meghan MacLaren frá Englandi sigraði á -12 samtals og fékk hún rúmlega 1,2 milljón ísl. kr. í sinn hlut í verðlaunafé.

Næsta mót á LET Evrópumótaröðinni fer fram í Suður-Afríku og hefst það á fimmtudaginn.

Valdís Þóra var með tveggja högga forskot þegar keppni er hálfnuð.Karoline Kamper frá Þýskalandi er í öðru sæti á -7 samtals.

Í fyrra lék Valdís Þóra á +5 á fyrstu tveimur keppnisdögunum á þessu móti og komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Besti árangur Valdísar Þóru á LET Evrópumótaröðinni er þriðja sæti en hún hefur tvívegis endað í þriðja sæti á sterkustu mótaröð Evrópu. Það er jafnframt besti árangur sem íslenskur atvinnukylfingur hefur náð á atvinnumótaröð í efsta styrkleikaflokki.

 

 

1. keppnisdagur: 

Valdís Þóra lék fyrsta hringinn á -8 eða 63 höggum eins og áður segir og var hún með þriggja högga forskot í fyrsta sæti mótsins. Skagakonan hóf leik á 9. teig og hún byrjaði með látum, fékk fugl á 9., 10., 12., og 13. Hún tapaði aðeins einu höggi á hringnum með skolla (+1) á 18.

Á síðari 9 holunum hrökk Valdís Þóra heldur betur í gang, með tveimur fuglum í röð á 1., og 2., og hún fékk síðan örn (-2) á 3. holunni. Hún fékk síðan fugl (-1) á 7. braut.

Skorkortið er hér fyrir neðan.

Staðan er hér:

Valdís Þóra hófr leik fimmtudaginn 7. mars kl. 02.10 að íslenskum tíma eða aðfaranótt 7. mars. Það var kl. 13:10 að staðartíma í Canberra.

Á öðrum keppnisdegi hefur Valdís Þóra leik kl. 21.30 að íslenskum tíma fimmtudagskvöldið 7. mars en þá er kl. 8.30 að morgni föstudagsins 8. mars að staðartíma í Canberra.

Þetta er fjórða mótið hjá Valdísi Þóru á þessu tímabili.

Hér er heimasíða mótsins:

Valdís Þóra Jónsdóttir

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ