/

Deildu:

Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði að komast í gegnum úrtökumót fyrir Opna bandaríska meistaramótið sem er eitt af fimm risamótum ársins hjá atvinnukylfingum í kvennaflokki.

Úrtökumótið fór fram á Walnut Creek-vell­in­um í Kali­forn­íu. Ólafía Þórunn gerði sér lítið fyrir og sigraði á mótinu á -5 samtals, (69-70).

Aðeins eitt öruggt sæti var í boði á risamótið á þessum velli og tryggði Ólafía sér sætið með glæsilegum árangri.

Þetta er annað árið í röð sem Ólafía Þór­unn vinn­ur sér keppn­is­rétt á opna banda­ríska meist­ara­mót­inu.

Ólafía komst ekki í gegn­um niður­skurðinn í fyrra en hún lék hring­ina tvo á fimm högg­um yfir pari.

US Open fer fram 30. maí til 3. júní í Charlist­on í Suður-Karólínu.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ