/

Deildu:

Auglýsing

Tillaga tölvunefndar Golfsambands Íslands þess efnis að GSÍ taki í notkun hugbúnaðarkerfið Golfbox var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á aukaþingi GSÍ í morgun.

Golfbox hefur frá árinu 2003 rekið og þróað hugbúnaðarkerfi fyrir golfklúbba, golfsambönd og mótshaldara. Kerfið hefur verið í notkun í tugum landa með góðum árangri og er leiðandi lausn á markaði  Kerfið býr yfir fullkomnu mótakerfi, nýju forgjafarkerfi (WHS), rástímakerfi og ýmsum öðrum möguleikum sem styðja við starfsemi golfklúbba. 

Stjórn GSÍ fjallaði um málið á síðasta stjórnarfundi sínum þann 28.mars 2019. 

Á þeim fundi var samningur við Golfbox til fimm ára undirritaður með fyrirvara um samþykki auka-Golfþings, sem haldið verður 11.maí. Golfhreyfingin mun eiga lokaorðið og ákveða hvaða leið verður fyrir valinu.

Gert er ráð fyrir að Golfbox verði komið í gagnið og aðgengilegt fyrir kylfinga á golf.is í byrjun árs 2020. 

Sjá nánar í þessari frétt:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ