Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, Golfklúbburinn Oddur og Golfklúbbur Reykjavíkur í samstarfi við GSÍ halda þrjú golfmót fyrir afrekskylfinga í sumar þar sem að keppendur geta safnað stigum á heimslista áhugakylfinga.
Fyrsta mótið hófst föstudaginn 17. maí á Leirdalsvelli hjá GKG. Leiknar voru 36 holur á fyrri keppnisdeginum og 18 holur voru leiknar á þeim síðari.
Úrslitin réðust því í dag og var mikil spenna í báðum flokkunum og þá sérstaklega í karlaflokknum.
Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, sigraði í kvennaflokknum eftir nokkuð harða baráttu gegn Önnu Sólveigu Snorradóttur úr Keili.
Aron Snær Júlíusson, GKG, og Viktor Ingi Einarsson, GR, voru jafnir á -3 samtals eftir 54 holur. Þeir léku því bráðabana um sigurinn þar sem að Aron Snær hafði betur.
Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, og Sigurður Bjarki Blumenstein, GR, voru jafnir í 3. sæti á +2 samtals.
Lokastaðan á Heimslistamótinu á Leirdalsvelli.
Karlar
Nafn | Klúbbur | H1 | H2 | H3 | Samtals | |
---|---|---|---|---|---|---|
1T | Aron Snær Júlíusson | GKG | 69 | 72 | 69 | 210 |
1T | Viktor Ingi Einarsson | GR | 68 | 69 | 73 | 210 |
T3 | Dagbjartur Sigurbrandsson | GR | 75 | 71 | 69 | 215 |
T3 | Sigurður Bjarki Blumenstein | GR | 77 | 69 | 69 | 215 |
5 | Sigurður Már Þórhallsson | GR | 71 | 71 | 74 | 216 |
6 | Andri Már Óskarsson | GHR | 74 | 74 | 69 | 217 |
T7 | Ragnar Már Garðarsson | GKG | 76 | 73 | 69 | 218 |
T7 | Elvar Már Kristinsson | GR | 72 | 73 | 73 | 218 |
T7 | Björn Óskar Guðjónsson | GM | 73 | 68 | 77 | 218 |
10 | Hlynur Bergsson | GKG | 72 | 72 | 76 | 220 |
11 | Guðmundur Arason | GR | 74 | 74 | 74 | 222 |
T12 | Sigurþór Jónsson | GVG | 78 | 74 | 75 | 227 |
T12 | Kristján Þór Einarsson | GM | 80 | 75 | 72 | 227 |
T14 | Sigmundur Einar Másson | GKG | 80 | 74 | 74 | 228 |
T14 | Ingvar Andri Magnússon | GKG | 82 | 72 | 74 | 228 |
16 | Ragnar Már Ríkarðsson | GM | 77 | 80 | 72 | 229 |
17 | Páll Birkir Reynisson | GR | 76 | 80 | 74 | 230 |
18 | Ingi Rúnar Birgisson | GKG | 81 | 87 | 83 | 251 |
19 | Hákon Örn Magnússon | GR | 73 | 77 | 75 | 225 |
Konur:
Nafn | Klúbbur | H1 | H2 | H3 | Samtals | |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | Hulda Clara Gestsdóttir | GKG | 81 | 74 | 76 | 231 |
2 | Anna Sólveig Snorradóttir | GK | 85 | 75 | 76 | 236 |
3 | Eva María Gestsdóttir | GKG | 75 | 83 | 82 | 240 |
4 | Heiðrún Anna Hlynsdóttir | GOS | 80 | 81 | 80 | 241 |
5 | Anna Júlía Ólafsdóttir | GKG | 90 | 89 | 84 | 263 |
Tilgangur mótanna er að skapa frekari vettvang fyrir keppni afrekskylfinga á Íslandi og munu mótin gilda á heimslista áhugamanna (WAGR).
Hámarksfjöldi keppenda er 30 og leiknar eru 54 holur á 2-3 dögum.
Mótin er einungis ætluð áhugakylfingum og gilda sömu forgjafarmörk og í stigamótum GSÍ, þ.e. 5,5 hjá körlum og 8,5 hjá konum.
Mótin þrjú verða:
Heimslistamót GKG, 17. – 18. maí.
Heimslistamót GO, 23. – 24. ágúst.
Heimslistamót GR, 13. – 15. september.