Annað mótið á Íslandsbankamótaröð unglinga keppnistímabilið 2019 fer fram 31. maí – 2. júní á Strandarvelli hjá Golfklúbbi Hellu.
Alls eru 126 keppendur skráðir til leiks. Skráningafresturinn rann út í gærkvöld og verða rástímar birtir síðar í dag.
Keppendur koma frá alls 11 golfklúbbum víðsvegar af landinu.
Flestir eru úr GKG eða alls 32, GR er með 23 keppendur, GK 20 og GM 18.
GKG | 32 |
GR | 23 |
GK | 20 |
GM | 18 |
GOS | 8 |
GA | 7 |
GL | 6 |
NK | 4 |
GS | 4 |
GV | 3 |
GÍ | 1 |
Áætlaðir rástímar
Föstudagur 13:00 – 15:30 Athugið: Einungis flokkar 17-18 ára og 19-21 árs
Laugardagur 07:30 – 15:30
Sunnudagur 07:30 – 15:30
Rástímar og ráshópar
Rástímar verða birtir á golf.is fyrir kl.17:00 á miðvikudeginum fyrir mót. Ræst verður út af 1. teig með 10 mínútna millibili. Á fyrsta keppnisdegi er keppendum raðað af handahófi á rástíma en síðan verður raðað út eftir skori.
Rásröðun báða (alla) dagana verður 14 ára og yngri, 15-16 ára, 17-18 ára og 19-21 árs.