/

Deildu:

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á US Open 2018. / USGA/Darren Carroll)
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur, hóf leik í gær á Opna bandaríska meistaramótinu.

Mótið er eitt af fimm risamótum ársins hjá stærstu atvinnumótaröðum heims, LPGA og LET Evrópumótaröðinni.

Ólafía Þórunn lék fyrsta hringinn á pari vallar og var hún í 25. sæti eftir 1. keppnisdag. Hún lék á 76 höggum á öðrum hringnum. Keppni er ekki lokið á öðrum keppnishringnum en Ólafía Þórunn er líklega úr leik á +5 samtals. Niðurskurðarlínan er við +3 eins og staðan er núna.

Staðan er hér:
Heimasíða mótsins er hér:

Mótið fer fram á Country Club Charleston vellinum í Suður-Karólínu.

Ólafía er í ráshóp með Gina Kim og Jiyu Jung fyrstu tvo keppnisdagana. Þær hefja leik á 10. teig á fyrsta keppnisdeginum kl. 14:46 að staðartíma eða kl. 18:46 að íslenskum tíma.

Ólafía er að taka þátt á sínu sjöunda risamóti á ferlinum.

Hún hefur einu sinni komist í gegnum niðurskurð á risamóti, á Evian meistaramótinu árið 2017. Í fyrra lék Ólafía Þórunn á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrsta sinn. En hún hefur leikið á öllum fimm risamótunum á ferlinum sem atvinnukylfingur.

Alls eru 156 keppendur og nánast allir bestu kylfingar heims eru á meðal keppenda.

Þar af eru 12 fyrrum sigurvegarar á þessu móti og þar má nefna Ólympíumeistarann Inbee Park sem hefur sigrað tvívegis á þessu móti. Ariya Jutanugarn frá Taílandi hefur titil að verja á US Open.

Keppendur koma frá 29 löndum.

Argentína, Ástralía, Kanada, Taívan, Danmörk, England, Frakkland, Þýskaland, Hong Kong, Indland, Ítaía, Japan, Mexíkó, Holland, Nýja-Sjáland, Norður-Írland, Noregur, Kína, Filipseyjar, Púertó Ríkó, Írland, Suður-Kórea, Skotland, Suður-Afríka, Spánn, Svíþjóð, Sviss, Thaíland, Bandaríkin.

Yngsti keppandinn er hin tæplega 15 ára gamla Alexa Pano og Laura Davies frá Englandi er elst, 55 ára gömul. Davies er að taka þátt í 28. skipti á US Open. Meðalaldurinn er 25.72 ár.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ