Dagbjartur Sigurbrandsson og Ragnhildur Kristinsdóttir, bæði úr GR, fögnuðu sigri á Síma-mótinu sem lauk í dag á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Þetta var annað mót tímabilsins á Mótaröð þeirra bestu hjá GSÍ.
Þetta er annað mótið í röð þar sem Dagbjartur sigrar á Mótaröð þeirra bestu á þessu tímabili – en hann sigraði á Egils Gull-mótinu sem fram fór í Þorlákshöfn í maí. Var það jafnframt fyrsti sigur hans á Mótaröð þeirra en Dagbjartur er fæddur árið 2002.
Dagbjartur lék frábært golf á lokahringnum þegar mest á reyndi. Hann lék á 67 höggum eða -5 og sigraði hann með fjögurra högga mun á -6 samtals. Andri Þór Björnsson úr GR varð annar á -2 samtals og Kristófer Karl Karlsson úr GM varð þriðji.
Fimm efstu í karlaflokki:
1. Dagbjartur Sigurbrandsson , GR (69-74-67) 210 högg (-6)
2. Andri Þór Björnsson, GR (70-73-71) 214 högg (-2)
3. Kristófer Karl Karlsson, GM (73-71-71) 215 högg (-1)
4. Ólafur Björn Loftsson, GKG (72-72-72) 216 högg (par)
5. Hákon Örn Magnússon, GR (72-74-72) 218 högg (+2)
Ragnhildur vann með töluverðum yfirburðum en hún lagði grunninn á fyrsta keppnisdeginum. Saga Traustadóttir úr GR varð önnur, átta höggum á eftir Ragnhildi, og Helga Kristín Einarsdóttir varð þriðja á +20 samtals.
Hulda Bjarnadóttir úr stjórn GSÍ og Kristín María Þorsteinsdóttir úr mótstjórn GM afhentu verðlaunin.
Fimm efstu í kvennaflokki:
1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (70-74-82) 226 högg (+10)
2. Saga Traustadóttir, GR (79-81-74) 234 högg (+18)
3. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (73- 82-81) 236 högg (+20)
4. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (77- 81-84) 242 högg (+26)
5. Eva Karen Björnsdóttir, GR (78-89-78) 245 högg (+29)
Mótaröð þeirra bestu fór fram í annað sinn á þessu keppnistímabili þegar Síma-mótið var haldið á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar Leiknar voru 54 holur á tveimur keppnisdögum, laugardaginn 8. og sunnudaginn 9. júní.
Færri komust að í mótið en vildu. Alls komast 84 keppendur inn í mótið en keppt er í karla – og kvennaflokki.
Leiknar verða 54 holur á tveimur keppnisdögum, 36 holur á laugardeginum og 18 holur á sunnudeginum.
Niðurskurður verður eftir 36 holur og komast 70% keppenda áfram í karla – og kvennaflokki.
Hér fyrir neðan er linkur á beina myndbandsútsendingu frá Hlíðavelli.
https://www.facebook.com/golfmos/videos/652381931853240/
Dagbjartur Sigurbrandsson úr GR og Heiðrún Anna Hlynsdóttir sigruðu á Egils Gull -mótinu sem fram fór á Þorlákshafnarvelli.
Stigalistann á Mótaröð þeirra bestu má sjá hér:
Keppendahópurinn er að venju mjög sterkur. Atvinnukylfingurinn Andri Þór Björnsson úr GR er á meðal keppenda ásamt Gísla Sveinbergssyni úr Keili sem var að ljúka við háskólanám í vor.
Fyrrum Íslandsmeistarar eru keppendahópnum, Ólafur Björn Loftsson, GKG (2009), Kristján Þór Einarsson, GM (2008), og Úlfar Jónsson(GKG) sem hefur sex sinnum fagnað stóra titlinum.
Hæsta forgjöfin í karaflokki er 4,2 og sú lægsta -2,9. Meðalforgjöfin er 1,1 í karlaflokki. Í kvennaflokki er lægsta forgjöfin 8,3 og sú lægsta -1. Meðalforgjöfin er 2,99.
Keppendur koma frá alls 13 golfklúbbum víðsvegar af landinu. Flestir frá GKG eða 21 og GR er með 20 keppendur. Sex klúbbar eru með keppendur í karla – og kvennaflokki.
Klúbbur | Karlar | Konur | |
GKG | 17 | 4 | 21 |
GR | 15 | 5 | 20 |
GM | 11 | 2 | 13 |
GK | 8 | 2 | 10 |
GA | 5 | 1 | 6 |
GS | 4 | 0 | 4 |
GOS | 2 | 1 | 3 |
GV | 2 | 0 | 2 |
GFH | 1 | 0 | 1 |
GKB | 1 | 0 | 1 |
GVG | 1 | 0 | 1 |
GVS | 1 | 0 | 1 |
NK | 1 | 0 | 1 |
69 | 15 | 84 |
Stigalistinn á Mótaröð þeirra bestu eftir 1. mótið af alls fimm.
Konur:
1 | Heiðrún Anna Hlynsdóttir | GOS | 1200.00 |
2 | Helga Kristín Einarsdóttir | GK | 750.00 |
3 | Hulda Clara Gestsdóttir | GKG | 750.00 |
4 | Saga Traustadóttir | GR | 540.00 |
5 | Andrea Ýr Ásmundsdóttir | GA | 480.00 |
6 | Ragnhildur Kristinsdóttir | GR | 432.00 |
7 | Eva María Gestsdóttir | GKG | 378.00 |
8 | Arna Rún Kristjánsdóttir | GM | 378.00 |
9 | Bjarney Ósk Harðardóttir | GKG | 312.00 |
10 | Eva Karen Björnsdóttir | GR | 312.00 |
11 | Anna Sólveig Snorradóttir | GK | 276.00 |
12 | Hafdís Alda Jóhannsdóttir | GK | 258.00 |
13 | Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir | GR | 240.00 |
14 | Ingunn Einarsdóttir | GKG | 222.00 |
15 | Ásdís Valtýsdóttir | GR | 204.00 |
Karlar:
1 | Dagbjartur Sigurbrandsson | GR | 1200.00 |
2 | Ragnar Már Ríkarðsson | GM | 750.00 |
3 | Sigurður Arnar Garðarsson | GKG | 750.00 |
4 | Ólafur Björn Loftsson | GKG | 540.00 |
5 | Hákon Örn Magnússon | GR | 456.00 |
6 | Axel Bóasson | GK | 456.00 |
7 | Daníel Ísak Steinarsson | GK | 396.00 |
8 | Aron Snær Júlíusson | GKG | 328.00 |
9 | Viktor Ingi Einarsson | GR | 328.00 |
10 | Jóhannes Guðmundsson | GR | 328.00 |
11 | Ragnar Már Garðarsson | GKG | 276.00 |
12 | Rúnar Arnórsson | GK | 249.00 |
13 | Kristófer Karl Karlsson | GM | 249.00 |
14 | Vikar Jónasson | GK | 206.00 |
15 | Hlynur Bergsson | GKG | 206.00 |
16 | Arnór Ingi Finnbjörnsson | GR | 206.00 |
17 | Björn Óskar Guðjónsson | GM | 174.00 |
18 | Sigurður Bjarki Blumenstein | GR | 174.00 |
19 | Guðmundur Arason | GR | 141.00 |
20 | Sigurþór Jónsson | GVG | 141.00 |
21 | Elvar Már Kristinsson | GR | 141.00 |
22 | Andri Már Óskarsson | GOS | 141.00 |
23 | Hákon Harðarson | – | 120.00 |
24 | Böðvar Bragi Pálsson | GR | 109.20 |
25 | Birgir Björn Magnússon | GK | 109.20 |
26 | Lárus Garðar Long | GV | 109.20 |
27 | Sverrir Haraldsson | GM | 93.60 |
28 | Jón Gunnarsson | GKG | 93.60 |
29 | Kristján Þór Einarsson | GM | 93.60 |
30 | Tumi Hrafn Kúld | GA | 93.60 |
31 | Aron Emil Gunnarsson | GOS | 93.60 |
32 | Sigmundur Einar Másson | GKG | 81.00 |
33 | Ingi Þór Ólafson | GM | 81.00 |
34 | Henning Darri Þórðarson | GK | 75.60 |
35 | Dagur Ebenezersson | GM | 72.00 |
36 | Aron Skúli Ingason | GM | 66.00 |
37 | Arnór Snær Guðmundsson | GM | 66.00 |
38 | Guðmundur Rúnar Hallgrímsson | GS | 66.00 |
39 | Haukur Már Ólafsson | GKG | 66.00 |
40 | Stefán Þór Bogason | GR | 58.80 |
41 | Theodór Emil Karlsson | GM | 58.80 |
42 | Finnur Gauti Vilhelmsson | GR | 54.00 |
43 | Pétur Sigurdór Pálsson | GOS | 54.00 |
44 | Dagur Fannar Ólafsson | GKG | 48.00 |
45 | Kjartan Óskar Karitasarson | NK | 48.00 |
46 | Rafn Stefán Rafnsson | GB | 48.00 |
47 | Pétur Þór Jaidee | GS | 43.20 |
48 | Sigurður Már Þórhallsson | GR | 40.80 |
49 | Hjalti Pálmason | GR | 38.40 |