/

Deildu:

Dagbjartur og Ragnhildur. Mynd/Björgvin
Auglýsing

Dagbjartur Sigurbrandsson og Ragnhildur Kristinsdóttir, bæði úr GR, fögnuðu sigri á Síma-mótinu sem lauk í dag á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Þetta var annað mót tímabilsins á Mótaröð þeirra bestu hjá GSÍ.

Þetta er annað mótið í röð þar sem Dagbjartur sigrar á Mótaröð þeirra bestu á þessu tímabili – en hann sigraði á Egils Gull-mótinu sem fram fór í Þorlákshöfn í maí. Var það jafnframt fyrsti sigur hans á Mótaröð þeirra en Dagbjartur er fæddur árið 2002.

Dagbjartur lék frábært golf á lokahringnum þegar mest á reyndi. Hann lék á 67 höggum eða -5 og sigraði hann með fjögurra högga mun á -6 samtals. Andri Þór Björnsson úr GR varð annar á -2 samtals og Kristófer Karl Karlsson úr GM varð þriðji.

Fimm efstu í karlaflokki:

1. Dagbjartur Sigurbrandsson , GR (69-74-67) 210 högg (-6)
2. Andri Þór Björnsson, GR (70-73-71) 214 högg (-2)
3. Kristófer Karl Karlsson, GM (73-71-71) 215 högg (-1)
4. Ólafur Björn Loftsson, GKG (72-72-72) 216 högg (par)
5. Hákon Örn Magnússon, GR (72-74-72) 218 högg (+2)

Ragnhildur vann með töluverðum yfirburðum en hún lagði grunninn á fyrsta keppnisdeginum. Saga Traustadóttir úr GR varð önnur, átta höggum á eftir Ragnhildi, og Helga Kristín Einarsdóttir varð þriðja á +20 samtals.

Hulda Bjarnadóttir úr stjórn GSÍ og Kristín María Þorsteinsdóttir úr mótstjórn GM afhentu verðlaunin.

Frá vinstri Hulda Bjarnadóttir úr stjórn GSÍ Andri Þór Björnsson Dagbjartur Sigurbrandsson Kristófer Karl Karlsson og Kristín María Þorsteinsdóttir úr mótstjórn MyndBjörgvin
Frá vinstri Hulda Bjarnadóttir úr stjórn GSÍ Saga Traustadóttir Ragnhildur Kristinsdóttir Helga Kristín Einarsdóttir Kristín María Þorsteinsdóttir úr mótstjórn MyndBjörgvin

Fimm efstu í kvennaflokki:

1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (70-74-82) 226 högg (+10)
2. Saga Traustadóttir, GR (79-81-74) 234 högg (+18)
3. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (73- 82-81) 236 högg (+20)
4. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (77- 81-84) 242 högg (+26)
5. Eva Karen Björnsdóttir, GR (78-89-78) 245 högg (+29)

Dagbjartur Sigurbrandsson GR MyndBjörgvin
Kristófer Karl Karlsson GM MyndBjörgvin
Andri Þór Björnsson GR MyndBjörgvin
Frá vinstri Hulda Bjarnadóttir úr stjórn GSÍ Dagbjartur Sigurbrandsson Andri Þór Björnsson og Kristín María Þorsteinsdóttir úr mótsstjórn GM MyndBjörgvin
Dagbjartur Sigurbrandsson og Andri Þór Björnsson voru í sigurliði GR í karlaflokki í liðakeppni Síma mótsins MyndBjörgvin
Sigurlið GR í liðakeppni kvenna á Síma mótinu <br>Frá vinstri Hulda Bjarnadóttir úr stjórn GSÍ Karen Björnsdóttir Ragnhildur Kristinsdóttir Saga Traustadóttir og Kristín María Þorsteinsdóttir úr mótstjórn MyndBjörgvin
Sigurlið GR í liðakeppni kvenna á Síma mótinu <br>Karen Björnsdóttir Ragnhildur Kristinsdóttir Saga Traustadóttir MyndBjörgvin
Frá vinstri Andri Þór Björnsson Dagbjartur Sigurbrandsson og Kristófer Karl Karlsson MyndBjörgvin

Mótaröð þeirra bestu fór fram í annað sinn á þessu keppnistímabili þegar Síma-mótið var haldið á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar Leiknar voru 54 holur á tveimur keppnisdögum, laugardaginn 8. og sunnudaginn 9. júní.

Færri komust að í mótið en vildu. Alls komast 84 keppendur inn í mótið en keppt er í karla – og kvennaflokki.

Leiknar verða 54 holur á tveimur keppnisdögum, 36 holur á laugardeginum og 18 holur á sunnudeginum.

Skor keppenda er uppfært hér:

Niðurskurður verður eftir 36 holur og komast 70% keppenda áfram í karla – og kvennaflokki.

Hér fyrir neðan er linkur á beina myndbandsútsendingu frá Hlíðavelli.

https://www.facebook.com/golfmos/videos/652381931853240/

Dagbjartur Sigurbrandsson úr GR og Heiðrún Anna Hlynsdóttir sigruðu á Egils Gull -mótinu sem fram fór á Þorlákshafnarvelli.

Stigalistann á Mótaröð þeirra bestu má sjá hér:

Keppendahópurinn er að venju mjög sterkur. Atvinnukylfingurinn Andri Þór Björnsson úr GR er á meðal keppenda ásamt Gísla Sveinbergssyni úr Keili sem var að ljúka við háskólanám í vor.

Fyrrum Íslandsmeistarar eru keppendahópnum, Ólafur Björn Loftsson, GKG (2009), Kristján Þór Einarsson, GM (2008), og Úlfar Jónsson(GKG) sem hefur sex sinnum fagnað stóra titlinum.

Hæsta forgjöfin í karaflokki er 4,2 og sú lægsta -2,9. Meðalforgjöfin er 1,1 í karlaflokki. Í kvennaflokki er lægsta forgjöfin 8,3 og sú lægsta -1. Meðalforgjöfin er 2,99.

Keppendur koma frá alls 13 golfklúbbum víðsvegar af landinu. Flestir frá GKG eða 21 og GR er með 20 keppendur. Sex klúbbar eru með keppendur í karla – og kvennaflokki.

KlúbburKarlarKonur
GKG17421
GR15520
GM11213
GK8210
GA516
GS404
GOS213
GV202
GFH101
GKB101
GVG101
GVS101
NK101
691584

Rástímar á 1. hring.

Stigalistinn á Mótaröð þeirra bestu eftir 1. mótið af alls fimm.

Konur:

1Heiðrún Anna HlynsdóttirGOS1200.00
2Helga Kristín EinarsdóttirGK750.00
3Hulda Clara GestsdóttirGKG750.00
4Saga TraustadóttirGR540.00
5Andrea Ýr ÁsmundsdóttirGA480.00
6Ragnhildur KristinsdóttirGR432.00
7Eva María GestsdóttirGKG378.00
8Arna Rún KristjánsdóttirGM378.00
9Bjarney Ósk HarðardóttirGKG312.00
10Eva Karen BjörnsdóttirGR312.00
11Anna Sólveig SnorradóttirGK276.00
12Hafdís Alda JóhannsdóttirGK258.00
13Jóhanna Lea LúðvíksdóttirGR240.00
14Ingunn EinarsdóttirGKG222.00
15Ásdís ValtýsdóttirGR204.00

Karlar:

1Dagbjartur SigurbrandssonGR1200.00
2Ragnar Már RíkarðssonGM750.00
3Sigurður Arnar GarðarssonGKG750.00
4Ólafur Björn LoftssonGKG540.00
5Hákon Örn MagnússonGR456.00
6Axel BóassonGK456.00
7Daníel Ísak SteinarssonGK396.00
8Aron Snær JúlíussonGKG328.00
9Viktor Ingi EinarssonGR328.00
10Jóhannes GuðmundssonGR328.00
11Ragnar Már GarðarssonGKG276.00
12Rúnar ArnórssonGK249.00
13Kristófer Karl KarlssonGM249.00
14Vikar JónassonGK206.00
15Hlynur BergssonGKG206.00
16Arnór Ingi FinnbjörnssonGR206.00
17Björn Óskar GuðjónssonGM174.00
18Sigurður Bjarki BlumensteinGR174.00
19Guðmundur ArasonGR141.00
20Sigurþór JónssonGVG141.00
21Elvar Már KristinssonGR141.00
22Andri Már ÓskarssonGOS141.00
23Hákon Harðarson120.00
24Böðvar Bragi PálssonGR109.20
25Birgir Björn MagnússonGK109.20
26Lárus Garðar LongGV109.20
27Sverrir HaraldssonGM93.60
28Jón GunnarssonGKG93.60
29Kristján Þór EinarssonGM93.60
30Tumi Hrafn KúldGA93.60
31Aron Emil GunnarssonGOS93.60
32Sigmundur Einar MássonGKG81.00
33Ingi Þór ÓlafsonGM81.00
34Henning Darri ÞórðarsonGK75.60
35Dagur EbenezerssonGM72.00
36Aron Skúli IngasonGM66.00
37Arnór Snær GuðmundssonGM66.00
38Guðmundur Rúnar HallgrímssonGS66.00
39Haukur Már ÓlafssonGKG66.00
40Stefán Þór BogasonGR58.80
41Theodór Emil KarlssonGM58.80
42Finnur Gauti VilhelmssonGR54.00
43Pétur Sigurdór PálssonGOS54.00
44Dagur Fannar ÓlafssonGKG48.00
45Kjartan Óskar KaritasarsonNK48.00
46Rafn Stefán RafnssonGB48.00
47Pétur Þór JaideeGS43.20
48Sigurður Már ÞórhallssonGR40.80
49Hjalti PálmasonGR38.40

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ