Frans Páll Sigurðsson, GK, Svala Óskarsdóttir, GL og Þórdís Geirsdóttir, GK tóku öll þátt á Evrópumeistaramóti eldri kylfinga sem fram fór 13.-15. júní. Keppt var í karla – og kvennaflokki á sama keppnisvæðinu, Golf Patriziale Ascona, í Sviss.
Frans Páll lék á 81-74 höggum eða +13 samtals. Hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Evrópumeistari flokki karla varð Matthias Pernheden frá Svíþjóð á -10 samtals (70-66-67).
Úrslitin í karlaflokki eru hér:
CAMPOMANES, Macarena Campomanes frá Spáni varð Evrópumeistari í kvennaflokki eldri kylfinga. Hún lék á -6 samtals (72-68-67).
Svala Óskarsdóttir lék á 79-78 eða +15 samtals og hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn að loknum öðrum keppnisdegi af alls þremur.
Þórdís Geirsdóttir lék á 83-82 eða +23 samtals og komst hún ekki í gegnum niðurskurðinn