„Minningarpúttmót Harðar Barðdal verður haldið í Hraunkoti hjá Golfklúbbnum Keili mánudaginn 24 júní kl 18:00.
Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin bæði í flokki fatlaðra og einnig í flokki ófatlaðra. Leiknar verða 18 holur.
Sigurvegarinn í flokki fatlaðra fær veglegan farandbikar í verðlaun.
Öllum er heimil þáttaka.
Mótið er minningarmót um Hörð Barðdal sem var frumkvöðull í því að auka þátttöku fatlaðra í íþróttum.
Hörður var einn af stofnendum Golfsamtaka fatlaðra á Íslandi. Hann lést langt um aldur fram árið 2009.
Árið 1977 var Hörður valinn íþróttamaður ársins hjá íþróttasambandi fatlaðra og var hann sá fyrsti sem fékk þann titil.