Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr GK, keppir á WPGA-meistaramótinu á LET Access mótaröðinni í þessari viku.
Keppni hefst fimmtudaginn 12. september og verða leiknir þrír keppnishringir. Mótið fer fram á Stoke by Nayland vellinum á Englandi.
Mótið á Englandi er 14. mótið á LET Access mótaröðinni hjá Guðrúnu Brá. Hún er í sæti nr. 45 á stigalista mótaraðarinnar. Íslandsmeistarinn 2019 hefur komist í gegnum niðurskurðinn á 5 mótum.
Besti árangur hennar er 7. sæti en hún hefur tvívegis endaði í 7. sæti, og einu sinni í 8. sæti.