Hulda Clara Gestsdóttir, úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, hefur náð frábærum árangri á heimslista áhugakylfinga á þessu ári.
Hulda Clara, sem er fædd árið 2002, komst inn á heimslista áhugakylfinga í viku 21 á þessu ári, eða síðustu vikuna í maí 2019. Þá var hún í sæti nr. 2604 mánudaginn 14. október 2019 var Hulda Clara í sæti nr. 330.
Hún hefur farið upp um 2274 sæti á aðeins tæplega 140 dögum. Hulda Clara er í efsta sæti af íslenskum áhugakylfingum í kvennaflokki á heimslistanum. Alls komast 10 konur frá Íslandi á heimslista áhugakylfinga.
Heimslisti áhugakylfinga í kvennaflokki:
Sæti 330: Hulda Clara Gestsdóttir, GKG
Sæti 866: Ragnhildur Kristinsdóttir, GR
Sæti 1006: Saga Traustadóttir, GR
Sæti 1189: Helga Kristín Einarsdóttir, GK
Sæti 1324: Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS
Sæti 1829: Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR
Sæti 1955: Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD
Sæti 2133: Eva Karen Björnsdóttir, GR
Sæti 2337: Anna Sólveig Snorradóttir, GK
Sæti 3102: Þórdís Geirsdóttir, GK
Árangur Huldu Clöru sem telur á heimslistanum þessa stundina er hér fyrir neðan: