/

Deildu:

Auglýsing

22. febrúar s.l. var haldið hér á landi námskeið í mótakerfi GolfBox sem er nýtt tölvukerfi sem golfklúbbar landsins eru að taka upp þessa dagana.

Námskeiðið, sem var ætlað stjórnendum golfklúbba og þeim sem munu vinna í mótakerfinu og fjallaði aðallega um uppsetningu og rekstur móta. Þátttakendur á námskeiðinu voru um 70 talsins og komu alls staðar að af landinu. Kennari á námskeiðinu var Martin Grön frá GolfBox en þetta er í annað skipti sem hann heldur námskeið með golfklúbbum landsins.

Árið 2019 samþykkt golfþing að taka upp nýtt tölvukerfi GolfBox. Áætlað er að opna kerfið í byrjun mars á þessu ári.

Á myndinni hér að ofan má sjá hluta þátttakendanna á námskeiðinu.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ