/

Deildu:

Auglýsing

Tímarit Golfsambands Íslands, Golf á Íslandi, er í vinnslu þessa stundina og kemur tímaritið út á allra næstu dögum. Þrátt fyrir að óvenjulega byrjun á yfirstandandi golftímabili vegna Covid-19, binda margir miklar vonir við gott golf sumar og þeir bjartsýnustu spá því að golfiðkun verði aldrei meiri en nú í sumar. 

Að þessu sinni verður tímaritið eingöngu gefið út í rafrænu formi en rafræna útgáfu af Golf á Íslandi hefur mátt nálgast á netinu um hríð.

Hér má nálgast eldri útgáfur tímaritsins Golf á Íslandi, en þær má finna á á Issuu svæði GSÍ þar sem allt eldra efni er að finna. 

Efnistökin í fyrsta tbl. tímaritsins eru að venju fjölbreytt. Má þar nefna áhugavert frumkvöðlastarf fyrir konur í Grundarfirði, uppbyggingu í Grindavík efir hamfarir í febrúar, frábært upphaf golftímabilsins á Íslandi, metfjöldi í Þorlákshöfn. Jaðarsvöllur kemur vel undan erfiðum vetri, innleiðing á nýju tölvukerfi GSÍ , afrekskylfingar á Íslandi, efni frá PGA kennaranemum, nýr alþjóðlegur golfdómari, og sitthvað fleira. 

Til að tryggja dreifingu og sýnileiki blaðsins og kostenda þess, mun það gert aðgengilegt frá forsíðu GSÍ.

Allir miðlar Golfsambandsins verða nýttir til að styðja við dreifingu og auka ásýnd efnisins sem framleitt er hverju sinni. Þannig gefst tækifæri í auknum mæli að deila fréttum úr starfi golfhreyfingarinnar á fjölbreyttari máta. 

Þar má nefna vefsíðuna golf.is., rafrænt fréttabréf, Youtube rásarinnar Golfstraumurinn, og samfélagsmiðla á borð við Facebook, Twitter og Instagram

Vegna aðstæðna að undanförnu og tekjumissis í útgáfumálum var ákveðið að vinna eingöngu efni fyrir vefinn Golf.is og samfélagsmiðla GSÍ í upphafi sumars. Með því að gefa rafrænni útgáfa á tímaritinu golf.is – Golf á Íslandi meira vægi, þá opnar það m.a. á nýjar leiðir við miðlun og dreifingu efnis. 

Í ljósi stöðunnar verður vægi rafrænnar miðlunar því aukið markvisst í sumar  og er það í takt við stefnu GSÍ í markaðs- og kynningarmálum sambandsins.  Auk þess sem slíkar áherslur styðja við hlutverk sambandsins í umhverfismálum, þar sem hvatt er til umhverfisvitundar. Endanleg ákvörðun um prent útgáfu Golf á Íslandi hefur ekki verið tekin og mun það metið við hverja útgáfu. 

Þar sem vinnsluferli tímaritsins er mun sveigjanlegra fyrir vikið þá er enn tími fyrir þá sem vilja koma með ábendingar um efni í tímaritið og einnig fyrir þá sem hafa áhuga að auglýsa í fyrsta tölublaði sumarsins.

Heimasíðan Golf.is, þar sem hina rafrænu útgáfu tímaritsins er að finna, er einn vinsælasta vefur landsins hluta úr ári. Tæplega 20.000 félagsmönnum úr golfklúbbum víðs vegar um landið heimsækja síðuna reglulega og fær heimasíðan yfir 2 milljónir heimsókna á ári.  Á næstu dögum verða kylfingar varir við útlitsbreytingu á golf.is. Virknin helst óbreytt, en breytingin er hluti af uppfærslu og innleiðingu vegna Golfboxins.

Sem fyrr eru allar ábendingar um efni í tímaritið vel þegnar í gegnum tölvupóstfangið seth@golf.is.

Fyrir auglýsingar í blaðið er hægt að hafa samband í gegnum tölvupóstfangið inga@golf.is eða kristin@golf.is.

Við vonum að ykkur líki lesturinn! 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ