Tíu manna hópur íslenskra atvinnukylfinga ætlar að bjóða upp á einstakt tækifæri fyrir kylfinga á námskeiði sem fram fer næsta sunnudag hjá Golfklúbbi Reykjavíkur í Grafarholti.
Atvinnukylfingarnir tíu ætla m.a. að miðla þeim fróðleik og reynslu sem þeir hafa öðlast á sínum ferli. Hópurinn ætlar að gefa kylfingum skemmtilega innsýn í hugarheim atvinnukylfinga, hvernig þeir leggja upp leik sinn, og er þar af ýmsu að taka.
Allir þátttakendur fá að auki persónulega golfkennslu til að styrkja sinn leik fyrir sumarið en það verða að hámarki fjórir þátttakendur fyrir hvern atvinnukylfing.
Atvinnumanna Akademían er fyrir alla áhugasama kylfinga 15 ára og eldri.
Tekið verður á móti þátttakendum hægra megin við æfingasvæði Bása (hjá fyrsta teig Grafarkotsvallar). Byrjað er á innskráningu og kynningu frá atvinnumönnum. Svo hefjast námskeiðin, sem eru fjögur talsins og skiptast upp í teighögg, járnahögg, vipp og pútt. Hvert námskeið byrjar á stuttri sýnikennslu og kynningu varðandi tækni og aðferðafræði sem atvinnumennirnir nota í þartilgreindum höggum.
Fyrir nánari upplýsingar sendu tölvupóst á akaskraning@gmail.com. Þú færð upplýsingaskjal sent til baka sem leiðir þig áfram í skráningarferlið og inniheldur svör við flestum spurningum.
Einstakt tækifæri fyrir íslenska kylfinga!
Verð:
19.900kr
9.900 kr. fyrir hvern auka fjölskyldumeðlim (maki, ömmur, afar, mömmur, pabbar, systkini, börn).
Atvinnukylfingar:
Andri Þór Björnsson
Axel Bóasson
Berglind Björnsdóttir
Guðmundur Ágúst Kristjánsson
Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Haraldur Franklín Magnús
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ólafur Björn Loftsson
Ragnar Már Garðarsson
Rúnar Arnórsson
Frá vinstri: Ólafur Björn, Ragnar Már, Berglind, Haraldur Franklín, Guðmundur Ágúst, Ólafía Þórunn, Axel, Andri Þór, Rúnar og Guðrún Brá.