Íslandsmót eldri kylfinga 2020 fer fram dagana 16.-18. júlí á Hamarsvelli hjá Golfklúbbi Borgarness.
Skráning í mótið hefst á hádegi, laugardaginn 27. júní. Smelltu hér til að skrá þig
Reglugerð um Íslandsmót í golfi í flokki eldri kylfinga
Reglugerð um notkun farartækja í GSÍ mótum
Leikfyrirkomulag og rásröðun
Keppt skal samkvæmt gildandi reglugerð um Íslandsmót í flokki eldri kylfinga og móta- og keppendareglum GSÍ. Leika skal 54 holur höggleik á þremur dögum. Aldur miðast við almanaksár. Ef jafnt er að loknum 54 holum skal leika þriggja holu umspil og síðan bráðabana ef þörf er, um 1. sæti. Í mótinu er eingöngu keppt í neðangreindum flokkum án forgjafar.
Skráning og þátttökugjald
Þátttakendur skulu skrá sig í mótið á GolfBox fyrir klukkan 23:59 á mánudaginn 13. júlí. Æfingahringur er innifalinn í mótsgjaldinu sem vinsamlegast greiðist áður en æfingarhringur er leikinn. Vinsamlegast hafið samband við klúbbinn til þess að panta rástíma. Þátttökugjöld verða ekki endurgreidd ef afboðun kemur eftir að skráningarfresti lýkur. Forföll skal tilkynna með tölvupósti á netfangið gbgolf@gbgolf.is, johannes@gbgolf.is og afrit á motanefnd@golf.is.
Þátttökurréttur
Hámarksfjöldi keppenda er 150, þar af 108 í flokkum 50 ára og eldri (54 karlar og 54 konur) og 42 í flokkum 65 ára og eldri (21 karl og 21 kona).
Þurfi að skera niður fjölda þátttakenda skulu forgjafarlægstu keppendur að morgni 14. júlí fá þátttökurétt. Standi val á milli keppenda með jafnháa forgjöf skal hlutkesti ráða.
Verði ekki full skráning í einhverjum flokki skal fjölgað í flokki hins kynsins í sama aldursflokki. Að því frátöldu skal fjölga í hinum aldurflokknum, jafnt í báðum kynjum. Mótsstjórn er heimilt að fjölga keppendum í einstökum flokkum til að fylla í ráshópa.
**Engar undantekningar á skráningu verða leyfðar í mótið eftir að skráningu lýkur.**
Skráning og þátttökugjald
Þátttakendur skulu skrá sig í mótið á GolfBox fyrir klukkan 23:59 á mánudaginn 13. júlí. Æfingahringur er innifalinn í mótsgjaldinu sem vinsamlegast greiðist áður en æfingarhringur er leikinn. Vinsamlegast hafið samband við klúbbinn til þess að panta rástíma. Þátttökugjöld verða ekki endurgreidd ef afboðun kemur eftir að skráningarfresti lýkur.
Forföll skal tilkynna með tölvupósti á netföngin gbgolf@gbgolf.is / johannes@gbgolf.is og afrit á motanefnd@golf.is.
**Engar undantekningar á skráningu verða leyfðar í mótið eftir að skráningu lýkur.**
Öldungaflokkur karla 50 ára og eldri
Teigar: Gulir.
Mótsgjald: 15.000,- kr.
Öldungaflokkur karla 65 ára og eldri
Teigar: Gulir.
Mótsgjald: 15.000,- kr.
Öldungaflokkur kvenna 50 ára og eldri
Teigar: Rauðir
Mótsgjald: 15.000,- kr.
Öldungaflokkur kvenna 65 ára og eldri
Teigar: Rauðir.
Mótsgjald: 15.000,- kr.
Rástímar og ráshópar
Rástímar verða birtir á GolfBox á þriðjudeginum 14. júlí eftir kl.17:00. Ræst verður út af 1. teig með 10 mínútna millibili. Á fyrsta keppnisdegi er keppendum raðað út eftir forgjöf en alla aðra daga verður raðað út eftir skori. Ekki verða leyfðar breytingar á útgefnum rástímum eftir birtingu þeirra.
1. hringur, fimmtudagur: Rástímar frá klukkan 08:00 – 15:00
Rásröð: Konur 65+, Konur 50+, Karlar 50+, Karlar 65+
2. hringur, föstudagur: Rástímar frá klukkan 08:00 – 15:00
Rásröð: Karlar 50+, Karlar 65+, Konur 65+, Konur 50+
3. hringur, laugardagur: Rástímar frá klukkan 08:00 – 15:00
Rásröð: Karlar 65+, Konur 65+, Konur 50+, Karlar 50+
Æfingahringur
Einn æfingahringur án endurgjalds er heimilaður. Keppnisvöllurinn verður opinn til æfinga fyrir skráða keppendur í síðasta lagi einum degi fyrir mót. Vinsamlegast hafið samband við klúbbinn til að panta rástíma. Athugið reglur um æfingahringi.
Verðlaun
Veitt verða verðlaun fyrir 1. – 3. sæti í flokki karla 50 ára og eldri og kvenna 50 ára og eldri án forgjafar.
1. sæti: 40.000,- kr. Gjafakort Icelandair
2. sæti: 30.000,- kr. Gjafakort Icelandair
3. sæti: 15.000,- kr. Gjafakort Icelandair
Veitt verða verðlaun fyrir 1. – 3. sæti í flokki karla 65 ára og eldri og kvenna 65 ára og eldri án forgjafar.
1. sæti: 40.000,- kr. Gjafakort Icelandair
2. sæti: 30.000,- kr. Gjafakort Icelandair
3. sæti: 15.000,- kr. Gjafakort Icelandair
Áætluð verðlaunaafhending
Verðlaunaafhending fer fram í beinu framhaldi og móti lýkur.
Golfbílar
Í golfmótum á vegum GSÍ, að undanskildu Íslandsmóti eldri kylfinga, 65 ára og eldri, skal mótsstjórn aðeins veita þeim keppendum, sem framvísa vottorði frá tilnefndum trúnaðarlækni GSÍ, heimild til að nota golfbíl meðan á keppni stendur. Vottorðið skal staðfesta að keppandinn búi við langvarandi líkamlega fötlun og þurfi á golfbíl að halda við keppni, að því tilskildu að slíkt veiti keppandanum ekki ótilhlýðilegt forskot, sbr. undantekningu 1 við golfreglu 14-3. Trúnaðarlæknar GSÍ er Sveinbjörn Brandsson, sveinbjorn@orkuhusid.is og Valur Guðmundsson, valurgudm@gmail.com.
Umsókn um heimild til notkunar golfbíls skal senda mótanefnd GSÍ að minnsta kosti einni viku áður en mótið hefst. Umsóknin skal send til motanefnd@golf.is og henni skal fylgja afrit vottorðsins.
Reglugerð um notkun farartækja í GSÍ mótum.