Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Íslandsmeistari í golfi 2020, endaði í 29. sæti á Golf De Lavaux mótinu á LET Access atvinnumótaröðinni. Mótið fór fram í Sviss og var þetta þriðja mótið hjá Keiliskonunni á tímabilinu á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu í kvennaflokki.
Guðrún Brá lék hringina þrjá á +4 samtals en hún lék best á lokahringnum eða á -1. Guðrún Brá lék á 220 höggum (72-77-71). Þrír keppendur deildu efsta sætinu á -9 samtals.
Besti árangur hennar á tímabilinu er 14. sæti en hún endaði í 24. sæti á síðasta móti sem fram fór í liðinni viku.
Guðrún Brá lék á pari vallar á fyrsta keppnisdeginum. Hún náði að laga stöðu sína verulega með því að leika síðustu 9 holurnar á -3 eða 33 höggum. Fyrri 9 holunar lék hún á 39 höggum. Agathe Sauzon frá Frakklandi er efst á -6 eða 66 höggum.