Björgvin Sigurbergsson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir á vellinum í Sádí-Arabíu. Mynd/Tristan Jones.
Auglýsing

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Íslandsmeistari í golfi, hóf leik í dag á móti á LET Evrópumótaröðinni sem fram fer í Sádí-Arabíu. Þetta er annað mótið í röð sem fram fer í Sádí-Arabíu en leikið er á Royal Greens vellinum.

Keppnisfyrirkomulagið á mótinu sem hófst í dag er með öðru sniði en venjulega. Þrír atvinnukylfingar og einn áhugakylfingur leika saman í liði. Tvö bestu nettó skorin telja hjá hverju liði á hverri holu. Alls eru 36 lið sem keppa í liðakeppninni. Samhliða fer fram einstaklingskeppni hjá atvinnukylfingunum.

Guðrún Brá er í liði sem heitir Team Lampert (Saudi Golf Fed3) en Guðrún Brá er með tveimur þýskum leikmönnum í liði auk keppenda frá Golfsambandi Sádí-Arabíu.

Skorið í einstaklingskeppninni er uppfært hér:

Skorið í mótinu er uppfært hér:

Team Lampert lék á 12 höggum undir pari og er liðið í 6. sæti þegar þetta er skrifað.

Guðrún Brá lék mjög vel í dag eða á þremur höggum undir pari, eða 69 höggum. Hún er sem stendur í öðru sæti en margir keppendur eiga eftir að ljúka leik í dag.

„Þetta er spennandi fyrirkomulag og ég hlakkaði til að spila völlinn aftur eftir fyrra mótið. Við fórum snemma út í morgun eða rétt um kl. 7 að morgni. Vindurinn blés því ekki mikið á fyrstu holunum en það var töluverður vindur á seinni 9 holunum líkt,“ sagði Guðrún Brá við golf.is í morgun.

Fésbókarsíða Guðrúnar.

LET Evrópumótaröðin er sterkasta atvinnumótaröð Evrópu í kvennaflokki. Guðrún Brá tryggði sér keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni fyrir ári síðan en hún er fjórða konan frá Íslandi sem keppir á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu. Ólöf María Jónsdóttir var sú fyrsta, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir koma þar næst og Valdís Þóra Jónsdóttir var sú þriðja. Valdís Þóra er með keppnisrétt á þessum mótum en hún getur ekki tekið þátt vegna meiðsla.

Á þessu tímabili hefur Guðrún Brá leikið á sex mótum á LET Evrópumótaröðinni og þremur mótum á LET Access mótaröðinni sem er sú næst sterkasta hjá atvinnukonum í golfi í Evrópu. Besti árangur Guðrúnar á LET Evrópumótaröðinni er 57. sæti á móti sem fram fór í Tékklandi. Hún er í sæti nr. 135 á stigalista LET Evrópumótaraðarinnar.

16112020 Ladies European Tour 2020 The Saudi Ladies Team International Team Royal Greens Golf Country Club Saudi Arabia November 12 15 2020 The Golf Saudi sign at sunset Credit Tristan Jones

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ