Björgvin Sigurbergsson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir á vellinum í Sádí-Arabíu. Mynd/Tristan Jones.
Auglýsing

Guðrún Brá Björgvinsdóttir verður á meðal keppenda á lokamóti LET Evrópumótaraðarinnar, en mótið heitir Andalucia Costa del Sol Open.

Atvinnukylfingurinn úr GK lauk keppni í gær á móti í Sádí-Arabíu. Hún flaug til London í dag og fer þaðan til Malaga á Spáni þar sem að mótið fer fram. 

Keppni hefst á fimmtudaginn og verða leiknar 72 holur á fjórum keppnisdögum. 

Guðrún Brá er í 125. sæti á styrkleikalista LET Evrópumótaröðinni og fór hún upp um rúmlega 20 sæti í þessari viku. 

Íslandsmeistari síðustu þriggja ára náði sínum besta árangri á LET Evrópumótaröðinni á síðara mótinu sem fram fór í Sádí-Arabíu. Þar endaði hún í 39. sæti.  

Mótið fer fram á Real Club de Guadalmina vellinum sem er rétt við Gíbraltar og Malaga. 

Það er að miklu að keppa fyrir kylfinga á lokamótinu. Heildarverðlaunafé mótsins er 600 þúsund Evrur eða rétt um 100 milljónir kr. 

Nánar um mótið hér:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ