Frá Hlíðarendavelli í Skagafirði. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Aðalfundur Golfklúbbs Skagafjarðar fór fram þann 30. nóvember s.l. Kristján Bjarni Halldórsson formaður klúbbsins sagði á fundinum að 50. starfsár klúbbsins hefði gengið vel og golfíþróttin gegni mikilvægu hlutverki í Sveitarfélaginu Skagafirði. Rekstur GSS gekk vel og varð tæplega 3 milljóna kr. hagnaður en heildarvelta klúbbsins var um 38 milljónir kr. Félagsmönnum fjölgaði mikið og hlutfall kvenna í GSS er með því hæsta sem gerist á landsvísu.

Afmælisárið 2020 var viðburðaríkt hjá GSS en klúbburinn gaf m.a. út veglegt afmælisrit ásamt því að halda veglegt og vel heppnað afmælismót.

Sigurjón Gestsson var gerður að heiðursfélaga GSS á aðalfundinum og honum þakkað fyrir áratuga sjálfboðaliðastarf í þágu klúbbsins með gróðursetningu trjáa og umhirðu gróðurs á Hlíðarendavelli.

Samningar við Sveitarfélagið Skagafjörð voru endurnýjaðir á sama degi og aðalfundurinn fór fram. Sveitarfélagið færði GSS jafnframt tvær milljónir í afmælisgjöf á 50 ára afmæli klúbbsins, sem ætlaðar eru til kaupa á golfhermi.

Stjórn Golfklúbbs Skagafjarðar (GSS) árið 2020 var óbreytt frá árinu 2019: Kristján Bjarni Halldórsson formaður, Halldór Halldórsson varaformaður, Dagbjört Rós Hermundsdóttir ritari, Kristján Eggert Jónasson gjaldkeri, Andri Þór Árnason formaður mótanefndar, Helga Jónína Guðmundsdóttir formaður barna- og unglinganefndar og Guðmundur Ágúst Guðmundsson formaður vallarnefndar. Guðmundur Þór Árnason var vallarstjóri Hlíðarendavallar.

Hér eru nokkur atriði úr ávarpi formanns GSS á aðalfundinum 2020 þar sem hann fór m.a. yfir ástæður þess að golfíþróttin sé í sókn í Skagafirði og á landsvísu.

„Í fyrsta lagi fer fram öflugt barna- og unglingastarf í klúbbnum, í öðru lagi hentar golf sem áhugamál, félagsskapur og heilsubót fyrir fólk á öllum aldri og síðast en ekki síst er golf hluti af ferðamennsku og kylfingar heimsækja Skagafjörð gagngert til þess að spila golf.“

Félagar í GSS voru 203 samkvæmt félagatali um miðjan nóvember. Fjölgun kvenna er mikil hjá GSS og er klúbburinn með eitt hæsta hlutfall kvenna á landsvísu. Alls eru 87 konur skráðar í GSS og 116 karlar. Aldursdreifingin er einnig mikil en yngsti félagsmaðurinn er 6 ára og sá elsti 83 ára.

Félögum GSS hefur fjölgað undanfarin ár en árið 2019 voru 167 félagsmenn og er aukningin því 22% á milli ára sem er töluvert yfir heildarfjölgun kylfinga á landsvísu – sem var 11%.

Til samanburðar má nefna að fyrir áratug á 40 ára afmæli klúbbsins voru félagar alls 133.

Frá Hlíðarendavelli í Skagafirði Myndsethgolfis

Kristján lagði fram eftirfarandi atriði sem eiga stóran þátt í þeirri aukningu sem varð á árinu 2020 hjá GSS.

Í fyrsta lagi er aukinn áhugi á golfi á Íslandi og fjölgun varð í nánast öllum golfklúbbum árið 2020. Í öðru lagi hefur GSS minnt vel á sig með kynningum. Í þriðja lagi eru aðstæður góðar og völlurinn í góðri umhirðu. Í fjórða lagi hefur nýliðanefnd haldið vel utan um nýliða sem
finnst þeir vera velkomnir í klúbbinn. Það sem hefur þó sennilega haft mest áhrif eru nýliðanámskeiðin sem hafa tekist framar vonum.

Kynjahlutfallið var skoðað í ársskýrslum 1998 og 2015 og fróðlegt að bera saman við stöðuna árið 2020. Fjölgun kvenna í GSS er umtalsverð en árið 1998 var 28% félagsmanna konur en er í dag 43% sem er með því hæsta sem gerist á landsvísu.

Frá Hlíðarendavelli í Skagafirði Myndsethgolfis
Frá Hlíðarendavelli í Skagafirði Myndsethgolfis

Fleiri myndir frá Hlíðarendavelli eru hér:

Frá Hlíðarendavelli í Skagafirði Myndsethgolfis
Frá Hlíðarendavelli í Skagafirði Myndsethgolfis
Frá Hlíðarendavelli í Skagafirði Myndsethgolfis
Frá Hlíðarendavelli í Skagafirði Myndsethgolfis

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ