/

Deildu:

Auglýsing

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar og Menntaskólinn í Kópavogi skrifuðu nýverið undir samkomulag þess efnis að stofna golfáfanga á afrekssviði MK.

Markmið samstarfsins er m.a. að gefa menntaskólanemendum kost á að stunda sína íþrótt samhliða námi, undir handleiðslu þjálfara og efla samstarf íþróttafélaga við námsstofnanir í sínu nærumhverfi.

Guðríður Eldey Arnardóttir, skólastjóri Menntaskólans í Kópavogi og Úlfar Jónsson, íþróttastjóri GKG skrifuðu undir samkomulagið.

Góð reynsla er komin á sambærilegt samstarf en GKG og Garðaskóli hafa átt gott samstarf undanfarin 3 ár með golfáfanga, og er MK góð þróun í að efla samstarf GKG við skóla á menntaskólastigi.

Unglingar sem eru að huga að framhaldsnámi og hafa áhuga á að stunda sína íþrótt samhliða náminu eru hvattir til að skoða möguleikana sem MK hefur upp á að bjóða. Hér er hægt er skoða nánari upplýsingar um afrekssvið MK.

„Það er gleðiefni sé að koma á fót samstarfi við MK, sem hefur mikinn metnað gagnvart sínum nemendum að tengja betur saman nám og íþróttaiðkun. GKG hefur það að markmiði að efla samstarf klúbbsins við skóla og aðrar stofnanir í sínu nærumhverfi, og að nýta okkar glæsilegu aðstöðu enn betur. Við teljum þörf á að veita menntaskólanemendum fleiri tækifæri til að stunda þær íþróttir sem þau hafa ánægju af, enda sé ástundun íþrótta hluti af heildrænni hæfileikamótun einstaklingsins.“ segir Úlfar íþróttastjóri GKG og þjálfari golfáfangans.

„Það er frábært að fá GKG inn í hóp þeirra öflugu félaga sem standa að baki Afrekssviði MK. Umgjörð, þjálfun og aðstaða í klúbbnum er á heimsmælikvarða fyrir unga golfara sem vilja ná árangri. Við leggjum mikla áherslu á að styðja við efnilegt íþróttafólk hvort eð er í námi eða íþróttinni þeirra og hlökkum til árangursríks samstarfs við GKG,“ segir fagstjóri afrekssviðs, Daði Rafnsson.

<strong>Hér er mynd af hluta af nýrri inniæfingaaðstöðu GKG en þessi aðstaða er í fremstu röð á heimsvísu <strong>

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ