Golfsamband Evrópu, EGA, tók í upphafi ársins 2021 þá ákvörðun að breyta aldurstakmarki fyrir keppendur í European Mid-Amateur Championships.
Aldurstakmarkið hefur nú verið lækkað í 25 ár en það var áður 30 ár. Þetta er í annað sinn sem aldurstakmörkin eru lækkuð í þetta mót frá því að það fór fyrst fram árið 1991 – en aldurstakmarkið var 35 ár þegar það fór fyrst fram.
Breytingin tekur gildi á þessu ári þegar mótið fer fram á Pula Golf Resort á Spáni dagana 3.-5. júní. Keppt hefur verið í karlaflokki á European Mid-Amateur Championships í 30 skipti en í kvennaflokki hefur þetta mót farið fram tvívegis.
Í tilkynningu frá EGA kemur fram að breytingin sé gerð vegna þeirrar þróunar sem átt hefur átt sér stað í Evrópu sem og á heimsvísu. Mun fleiri kylfingar hafa nú áhuga á að keppa í golfi á hæsta getustigi án þess að gerast atvinnukylfingar.
Þessari eftirspurn er svarað með því að lækka aldurstakmarkið í European Mid-Amateur Championships og auka þar með keppnisframboðið fyrir áhugakylfinga á hæsta getustigi.
Nánari upplýsingar um mótiið er að finna hér.
Karlar.
Konur.