Ragnhildur Kristinsdóttir, afrekskylfingur úr GR, sigraði um síðustu helgi á Bobby Nichols Intercollegiate háskólamótinu í Bandaríkjunum.
Ragnhildur, sem keppir fyrir Eastern Kentucky háskólann lék hringina þrjá á 1 höggi undir pari samtals eða 215 höggum (70-72-73).
Þetta er í annað sinn sem Ragnhildur sigrar á háskólamóti í Bandaríkjunum en hún var tveimur höggum betri en Victoria Ladd.
Ragnhildur og liðsfélagar hennar í Eastern Kentucky liðinu voru með töluverða yfirburði í þessu móti og sigruðu þær í liðakeppninni með 26 högga mun. Þetta er fyrsti sigur liðsins frá því í apríl 2019 þegar liðið sigraði á Murray State Jan Weaver Invitational mótinu.
Bobby Nichols Intercollegiate mótið fór fram á Highlands Coursev vellinum á Sevierville golfvallasvæðinu. Par vallar er 71 og var keppnisvölllurinn 5300 metra langur.
Eins og áður segir lék Ragnhildur á 215 höggum sem er fimmti besti árangur kylfings í einstaklingskeppni hjá kvennaliði Eastern Kentucky. Næsta mót hjá Ragnhildi og liðsfélögum hennar er 29.-30 mars þegar Colonel Classic mótið fer fram hjá Arlington háskólanum.