Pallaopen verður haldið á Hlíðavelli laugardaginn 22. maí. Mótið er til styrktar Hlaðgerðarkoti og sumarbúðuna í Reykjadal og rennur allur aðgangseyrir óskiptur til málefnanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Golfklúbbi Mosfellsbæjar.
Mótinu er skipt upp í þrjá flokka og ættu því allir að finna sér eitthvað við hæfi.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum.
Punktakeppni – verðlaun veitt fyrir efstu þrjú sætin
Höggleikur án forgjafar – verðlaun fyrir efsta sæti
Tveggja manna scramble – verðlaun fyrir efstu þrjú sætin
4ramanna scramble – verðlaun fyrir efstu þrjú sætin.
Einnig verða nándarverðlaun á öllum par þrjú holum vallarins og gildir það þvert á alla flokka.
Hámarskforgjöf sem gefin er í mótinu er 28 hjá konum og 24 hjá körlum.
Í tveggja manna scramble er forgjöf liðs fengin með því að deila með fjórum í heildarforgjöf.
Í 4ra manna scramble er forgjöf liðs fengin með því að deila með 8 í heildarforgjöf liðs.
Verðlaunin í mótinu eru glæsileg. Það er Dineout sem er aðalstyrktaraðili þessa golfmóts og gefur glæsileg verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í ofangreindum flokkum sem og fyrir efsta sætið í höggleiknum.
Verðlaunin eru eftirfarandi:
Einstaklingskeppni:
Punktakeppni:
1. sæti – 3ja rétta kvöldverður m/víni f 2 á Steikhúsið + gjafakassi frá Globus hf.
2. sæti – Heimsreisa fyrir 2 á Fiskfélagið + matreiðslubók fiskfélagsins + gjafa askja frá Kalla Ká
3. sæti – Óvissferð f. 2 hjá Public house + dúsin af boltum
Besta skor – höggleikur – 4ja rétta fyrir 2 á forréttabarinn + flyover Iceland fyrir 2.
2ja manna scramble:
1. sæti – 2x4ja rétta fyrir 2 á Matarkjallarann + 2x gjafa kassi frá Globus
2. sæti – 2x Brunch fyrir 2 á Kol + 2x gjafa askja frá Kalla Ká
3. sæti – 2x Hadegisverður f 2 á Matarkjallarann + 2x 4ja manna holl hjá Leyni
4ja manna scramble:
1. sæti – 1x 15 þús á Fiskmarkaðinn/Grillmarkaðinn pr. mann, 3 mán í Boot Camp/sporthúsið
2. sæti – 2x 15 þús á Sjávargrillið, 2x 3ja rétta á Nauthól f. 2 – 1ks grolsch pr. mann (4 ks) (=1 gjafabréf + 1 ks pr. mann)
3. sæti – 1 x bluetooth hátalari pr mann og 1x dúsin af boltum pr mann.
Svo viljum við líka hvetja fólk til að nota snertilausu afgreiðslulausnina frá Dineout (QR kóðana). hvort sem er úti á velli (9/18 holu) eða í skálanum.
Allir sem nota lausnina á laugardaginn á meðan mótið er í gangi fara í pott og dregið verður í lok móts um glæsilega vinninga, þar sem aðalvinningurinn er kvöldverður f. 2 á ÓX veitingastað að verðmæti 71.000,
Einnig verða veitt verðlaun fyrir næstur holu á öllum par þrjú holum vallarins og eru þau verðlaun eftirfarandi:
3. braut – 50 þúsund króna gjafabréf á Barion
7. braut – 50 þúsund króna gjafabréf í Minigarðinn
15. braut – 50 þúsund króna gjafabréf á Barion
18. braut – 50 þúsund króna gjafabréf í Minigarðinn.
Auk þess er fjöldinn allur af vinningum sem dreginn verður úr skorkortum, eða rétt um 100 vinningar.
Vinsamlegast athugið að sami aðili getur skráð allt liðið sitt í mótið óski hann þess. Viðkomandi aðili þarf þá að greiða allt gjaldið og þið gerið það svo upp ykkar á milli 🙂
Skráning fer fram hér á golfboxinu. Golfbox bíður því miður ekki upp á það að skrá sig í rástíma í liðakeppnum sem þessum. Þegar að þið skráið ykkur til leiks í golfboxinu og gangið frá greiðslu mótsgjaldsins þá fáið þið upp þann möguleika að velja rástíma fyrri part dags eða seinni part dags. Einnig getið þið skrifað nákvæman tíma og við bókum ykkur þá í þann rástíma eða sem næst honum.
Með því að smella hér getið þið séð þá rástíma sem í boði eru!
ÍSAM mun vera með Demo dag þar sem þeir kynna það nýjasta frá Ping og Titleist og fer það fram á neðri hæðinni hjá okkur í Klett og úti á æfingasvæði.
Einnig verður í boði að taka þátt í skemmtilegum leikjum í Trackman golfhermunum okkar. Þar verðum við með næstur holu keppni og lengsta drive. Hægt verður að kaupa 3 tilraunir á 1000 krónur sem rennur allt óskipt til málefnanna og vinna sér inn glæsileg verðlaun.
Skráning fer fram hér:
Ef ykkur vantar aðstoð við skráningu þá er hægt að hringja í 5666999.
Hlökkum til að sjá ykkur 🙂
Þátttökugjald fæst ekki endurgreitt.