Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR náði frábærum árangri á lokakeppnisdegi B59 Hotel mótsins sem lauk á Garðavelli á Akranesi í gær.
Ragnhildur setti ný viðmið í keppnisgolfi á Íslandi með því að leika einn besta keppnishring sem sögur fara af í íslensku golfi.
Hún lék Garðavöll á 63 höggum eða 9 höggum undir pari og bætti vallarmetið af bláum teigum á Garðavelli sem Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, setti árið 2012 – 66 högg.
Eins og sjá má á skorkortinu hér fyrir neðan var hringurinn hjá Ragnhildi stórkostlegur. Hún fék þrjá fugla á fyrstu fjórum holunum. Og lék fyrri 9 holurnar á 33 höggum. Hún skellti síðan í frábæra sýningu á síðari 9 holunum þar sem hún fékk fimm fugla (-1), einn örn (-2) og hún tapaði einu höggi á 14. þar sem hún fékk skolla.
Eins og áður segir er þetta einn besti keppnishringur sem kylfingur hefur náð á mótaröð á Íslandi.