Auglýsing

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR, skrifaði nýja kafla í íslensku golfsöguna í dag þegar hún tryggði sér sæti í úrslitum á Opna breska áhugamannamótinu.

Shannon McWilliam frá Skotlandi var mótherji Jóhönnu Leu í undanúrslitaleiknum sem fram fór eftir hádegi í dag. Leikurinn var afar spennandi og réðust úrslitin á 19. holu þar sem að Jóhanna Lea hafði betur.

Shannon endaði í 32. sæti í höggleiknum en Jóhanna Lea endaði í 53. sæti í höggleiknum.

Í úrslitaleiknum verður Louise Duncan frá Skotlandi mótherji Jóhönnu Leu. Duncan sigraði Hannah Darling frá Skotlandi á 19. holu í bráðabana um sigurinn. Duncan endaði í 7. Sæti í höggleikskeppninni en hún er í sæti nr. 415 á heimslistanum en hefur farið hæst í sæti nr. 269.

Sigurvegarinn fær keppnisrétt á fjórum risamótum hjá atvinnukylfingum, AIG mótinu, Opna bandaríska meistaramótinu, Evian meistaramótinu og Augusta National meistaramótinu.

Skor keppenda er uppfært hér:

Opna breska áhugamannamótið fer fram dagana 7.-12. júní en mótið er eitt sterkasta áhugamannamót í kvennaflokki á heimsvísu og fer það nú fram í 118. sinn. Leikið á Kilmarnock, Barassie, í Skotlandi.

Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að fyrsta eru leiknar 36 holur með höggleiksfyrirkomulagi – 64 efstu kylfingarnir komast áfram í næstu umferð þar sem að holukeppni tekur við. Í holukeppninni eru leiknar 18 holur í hverri umferð en úrslitaleikurinn er 36 holur.

Þrír íslenskir keppendur frá Íslandi tóku þátt og komust þær allar í gegnum höggleikskeppnina þar sem að 64 efstu af alls 95 keppendum fóru áfram. Mótið er hluti af keppnisdagskrá R&A í Skotlandi og sigurvegarinn fær tækifæri til þess að leika á risamótum á atvinnumótaröðum í kvennaflokki.

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir mætti Kate Lanigan frá Írlandi í fjórðungsúrslitum. Þar hafði Jóhanna betur, 3/1, í hörkuleik þar sem að báðir keppendur léku vel.

Árangur Jóhönnu Leu er samkvæmt bestu heimildum sá besti sem íslenskur kylfingur hefur náð í kvennaflokki á Opna breska áhugamannamótinu. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, varð í 13. sæti í höggleiknum árið 2017 en tapaði naumlega í 1. umferð holukeppninnar.
Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, náði 29. sætinu í höggleiknum árið 2020 og komst í gegnum 1. umferðina í holukeppninni í bráðabana sem lauk á 20. holu. Hulda Clara tapaði síðan afar naumlega í 2. umferð holukeppninnar.

Jóhanna Lea mætti Emily Toy frá Skotlandi í 4. umferð en Toy endaði í 5. sæti í höggleikskeppninni og sigraði m.a. á þessu móti fyrir tveimur árum á Royal County Down á Norður-Írlandi. Leikurinn í dag var afar spennandi en Jóhanna Lea var þrjár holur upp þegar þrjár holur voru eftir. Toy náði góðum lokakafla en á lokaholunni fengu þær báðar skolla sem dugði Jóhönnu Leu til sigurs.

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR, komst áfram í 16-manna úrslit keppninnar þegar hún sigraði Hazel Macgarvie frá Skotlandi 2/1 í 32-manna úrslitum.

Árangur Jóhönnu Leu Lúðvíksdóttur (GR) á Opna breska áhugamannamótinu er nú þegar sá besti sem íslenskur kylfingur hefur náð á þessu sterka alþjóðlega móti.

Jóhanna Lea var í harðri baráttu um að komast í hóp 64 efstu en hún endaði í 53. sæti.  

Jóhanna Lea er í sæti nr. 944 á heimslista áhugakylfinga í kvennaflokki og má búast við því að hún taki risastökk á þeim lista þegar hann verður uppfærður í byrjun næstu viku. 

Í 1. umferð þar sem að 64 leikmenn tóku þátt var Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, mótherji Jóhönnu. Hulda Clara er í sæti nr. 353 á heimslistanum og endaði hún í sæti nr. 12 í höggleiknum. Hulda Clara hefur hæst farið í sæti nr. 325 á heimslistanu. Hulda Clara endaði í endaði í 12. sæti í höggleiknum en Jóhanna Lea hafði betur í þessum leik 2/0. 

2. umferð þar sem að 32 leikmenn tóku þátt var Hazel MacGarvie frá Skotlandi andstæðingur Jóhönnu Leu. MacGarvie er í sæti nr. 169 á heimslistanum og hefur hæst náð að fara í sæti nr. 68 á þeim lista. MacGarvie endaði í 21. sæti í höggleiknum en Jóhanna hafði betur gegn MacGarvie 2/1.

3. umferð þar sem að 16 leikmenn tóku þátt mætti fyrrum sigurvegari mótsins, Emily Toy frá Englandi, Jóhönnu. Toy er í sæti nr. 126 á heimslistanum og hefur farið hæst í sæti nr. 77 á þessum lista. Toy endaði í 5. sæti í höggleiknum en Jóhannna hafði betur 1/0 í viðureigninni. 

4. umferð þar sem 8 leikmenn tóku þátt var Írinn Kate Lanigan mótherji Jóhönnu. Lanigan hefur farið hæst í sæti nr. 645 á heimslistanum en hún er í sæti nr. 2605 þessa stundina. Lanigan var einu sæti fyrir ofan Jóhönnu í höggleiknum eða 52. sæti en Jóhanna hafði betur í 3/2 í viðureign þeirra. 

Í 5. umferð eða undanúrslitum mætti Jóhanna Skotanum Shannon McWilliam sem endaði í sæti nr. 32 í höggleiknum. McWilliam hefur hæst farið í sæti nr. 76 á heimslistanum en hún er í sæti nr. 174 þessa stundina. 

Keppendur sem fara langt í holukeppnishlutanum leika gríðarlega margar holur á þessu móti. Jóhanna Lea lék 18 holur á æfingahring s.l. sunnudag, hún lék síðan 18 holur mánudag og þriðjudag – samtals 54 holur. Í holukeppninni hefur hún leikið alls 87 holur. Jóhanna Lea hefur því leikið alls 141 holu á mótinu til þessa og í úrslitaleiknum eru leiknar 36 holur. 

Skor keppenda er uppfært hér:

Jóhanna Lea mætti Huldu Clöru Gestsdóttur, GKG, í 1. umferð og hafði þar betur 2/0 í hörkuleik – og komst þar með í 2. umferð keppninnar.

Jóhanna Lea endaði í 53. sæti í höggleikskeppninni en Hulda Clara varð í 12. sæti í höggleiknum.

Skor keppenda er uppfært hér:

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, náði þeim einstaka árangri að leika best allra í höggleikskeppninni og er það í fyrsta sinn sem íslenskur áhugakylfingur nær þeim árangri. Ragnhildur mætti Aine Donagan frá Írlandi í 1. umferð en Donagan endaði í 64. sæti í höggleikskeppninni. Donagan sigraði Ragnhildi 4/3.

Mótið er hluti af keppnisdagskrá R&A í Skotlandi og sigurvegarinn fær tækifæri til þess að leika á risamótum á atvinnumótaröðum í kvennaflokki.

Ragnhildur lék gríðarlega vel á öðrum keppnisdeginum en hún lék á 66 höggum eða 7 höggum undir pari vallar. Hún lék samtals á 74-66 höggum eða 6 höggum undir pari vallar. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, lék hringina tvo á 77-72 höggum eða 4 höggum yfir pari samtals. Hún endaði í 12. sæti í höggleikskeppninni. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR, lék samtals á 11 höggum yfir pari 81-76 sem skilaði henni í 53. sæti og er hún líka og Ragnhildu og Hulda Clara komin áfram í holukeppnina.

Skor keppenda er uppfært hér:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ