Auglýsing

Annað mót tímabilsins á Unglingamótaröð GSÍ fór fram á Leirdalsvelli hjá GKG dagana 10.-12. júní. Alls tóku 148 keppendur þátt á Nettó mótinu sem var haldið í annað sinn hjá GKG.

Heildarúrslit mótsins má sjá hér

Mótið fór mjög vel fram, en óhætt er að segja að veðrið hafi verið alls konar.

Tveir elstu keppnishóparnir hófu leik á fimmtudag og léku 54 holur. Sérstök keppni um Nettóbikarinn var leikin í elstu flokkunum, og sigruðu María Eir Guðjónsdóttir GM og Böðvar Bragi Pálsson GR, en þau voru á lægsta skori stúlku og pilts í 54 holu höggleiknum.

Aðrir keppnishópar léku 36 holur á tveimur keppnisdögum, föstudag og laugardag. Einnig var Nettó Áskorendamótið leikið á föstudag, fréttir og úrslit er að finna hér.

Atvinnumaðurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson aðstoðaði við verðlaunaafhendinguna.

14 ára og yngri telpur

1. Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS 163 högg
2. Auður Bergrún Snorradóttir, GA 174 högg
3.-4 Eva Kristinsdóttir, GM 181 högg
3.-4. Pamela Ósk Hjaltadóttir, GR 181 högg

14 ára og yngri drengir

1. Markús Marelsson, GK 155 högg
2. Hjalti Jóhannsson, GK 160 högg
3. Gunnar Þór Heimisson, GKG 162 högg

15-16 ára stúlkur

1. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR 150 högg
2. Helga Signý Pálsdóttir, GR 160 högg
3. Berglind Erla Baldursdóttir, GM 162 högg

15 – 16 ára drengir

1. Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG 153 högg
2. Skúli Gunnar Ágústsson GA 154 högg
3. Veigar Heiðarsson GA 156 högg

17 – 18 ára stúlkur

1. María Eir Guðjónsdóttir, GM 236 högg
2. Katrín Sól Davíðsdóttir, GM 247 högg
3. Katrín Hörn Daníelsdóttir, GKG 255 högg

17 – 18 ára piltar

1. Böðvar Bragi Pálsson, GR 218 högg
2. Björn Viktor Viktorsson, GL 226 högg
3.-4 Aron Ingi Hákonarson, GM 229 högg
3.-4. Bjarni Þór Lúðvíksson, GR 229 högg

19-21 árs stúlkur

1. Marianna Ulrikssen, GK 271 högg
2. Vala Guðlaug Dolan Jónsdóttir, GOS 324 högg

19-21 árs piltar

1. Lárus Ingi Antonsson, GA 222 högg
2. Hjalti Hlíðberg Jónasson, GKG 224 högg
3. Tómas Eiríksson Hjaltested, GR 225 högg

GKG þakkar stuðningsaðila mótsins, Nettó, öllum keppendum og ekki síst sjálfboðaliðum sem gerðu þetta mót hið glæsilegasta.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ