Haraldur Franklín Magnús. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Haraldur Franklín Magnús, GR, hefur leik í dag á móti sem fram fer á Novo Sancti Petri á Spáni. Svæðið er vel þekkt hjá íslenskum kylfingum en mótið er á Áskorendamótaröðinni – Challenge Tour, sem er næst sterkasta atvinnumótaröðin í karlaflokki í Evrópu.

Þetta er annað mótið í röð sem fer fram á þessum velli. Haraldur Franklín komst ekki í gegnum niðurskurðinn á fyrra mótinu. Mótið er það fimmta á þessu tímabili hjá Haraldi á þessari mótaröð. Besti árangur hans er 24. sætið. Hann hefur leik kl. 9:30 í dag.

Skor keppenda er uppfært hér:

Að mótinu loknu á Spáni fer Haraldur Franklín til Frakklands þar sem hann mun keppa á Open de Bretagne mótinu sem fram fer á Golf Bluegreen de Pléneuf Val André, Pleneuf. Það mót er einnig hluti af Áskorendamótaröð Evrópu.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ