Auglýsing

Þrír íslenskir kylfingar hófu leik Open de Bretagne atvinnumótinu sem fram fer á Golf Bluegreen de Pléneuf Val André í Frakklandi. Mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni (Challenge Tour) sem er næst sterkasta atvinnumótaröð Evrópu í karlaflokki.

Haraldur Franklín Magnús er í toppbaráttunni fyrir lokahringinn en hann er á -5 samtals eftir að hafa leikið á 64-74-67.

Andri Þór Björnsson, GR og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR komust ekki í gegnum niðurskurðinn.

Efsti kylfingur mótsins Jérôme Lando Casanova hefur ekki tapað höggi á fyrstu 54 holunum enhann er á -12 samtals með 12 fugla og 42 pör.

Skor keppenda er uppfært hér:

Hér er viðtal við Harald Franklín eftir 1. keppnisdaginn.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ