Íslandsmót eldri kylfinga 2021 fer fram í Vestmannaeyjum dagana 15.-17. júlí. Mótið fer fram á Vestmannaeyjum en Golfsamband Íslands er framkvæmdaraðili mótsins.
Í þessari frétt verða allar helstu upplýsingar að finna – fréttin verður uppfærð reglulega og upplýsingum bætt við á meðan mótinu stendur.
Leiknar verða 54 holur eða þrír 18 holu hringir á þremur keppnisdögum. Keppnisfyrirkomulagið er höggleikur án forgjafar.
Alls eru 150 keppendur skráðir til leiks en mikil aðsókn var í mótið og biðlisti í karlaflokki.
Alls eru 91 karl sem taka þátt og 59 konur.
Til samanburðar þá voru 133 keppendur sem tóku þátt árið 2020 á Hamarsvelli í Borgarnesi, 93 karlar og 40 konur. Íslandsmót eldri kylfinga fór fram í Vestmannaeyjum fyrir tveimur árum eða árið 2019 og þá mættu alls 128 keppendur til leiks, 86 karlar og 42 konur.
Smelltu hér fyrir rástíma, skor og úrslit á Íslandsmóti eldri kylfinga 2021.
Myndsafn frá Íslandsmóti eldri kylfinga 2021 er hér:
- Í kvennaflokki +50 ára eru 50 keppendur og er leikið af rauðum teigum í þeim flokki.
- Í karlaflokki +50 ára eru 73 keppendur og er leikið af gulum teigum í þeim flokki.
- Í kvennaflokki +65 ára eru 9 keppendur og er leikið af rauðum teigum í þeim flokki.
- Í karlaflokki +65 ára eru 36 keppendur og er leikið af gulum teigum í þeim flokki.
Keppendur koma frá 23 golfklúbbum víðsvegar af landinu. Flestir eru úr Golfklúbbi Reykjavíkur eða 44 alls og Keilir er með 34 keppendur, 17 konur og 17 karla.
Klúbbur | Fjöldi | Karlar | Konur |
Golfklúbbur Reykjavíkur | 44 | 27 | 17 |
Golfklúbburinn Keilir | 34 | 17 | 17 |
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 14 | 8 | 6 |
Golfklúbbur Vestmannaeyja | 14 | 10 | 4 |
Nesklúbburinn | 9 | 4 | 5 |
Golfklúbbur Mosfellsbæjar | 6 | 1 | 5 |
Golfklúbbur Suðurnesja | 4 | 3 | 1 |
Golfklúbburinn Esja | 4 | 4 | |
Golfklúbbur Selfoss | 2 | 1 | 1 |
Golfklúbbur Öndverðarness | 3 | 3 | |
Golfklúbburinn Leynir | 3 | 2 | 1 |
Golfklúbbur Akureyrar | 2 | 2 | |
Golfklúbbur Brautarholts | 2 | 2 | |
Golfklúbbur Fjallabyggðar | 1 | 1 | |
Golfklúbbur Hornafjarðar | 1 | 1 | |
Golfklúbbur Hveragerðis | 1 | 1 | |
Golfklúbbur Hólmavíkur | 1 | 1 | |
Golfklúbbur Sandgerðis | 1 | 1 | |
Golfklúbbur Ísafjarðar | 1 | 1 | |
Golfklúbburinn Oddur | 1 | 1 | |
Golfklúbburinn Setberg | 1 | 1 | |
Golfklúbbur Vatnsleysustrandar | 1 | 1 | |
Samals | 150 | 93 | 57 |