/

Deildu:

Friðrik Þór Halldórsson, er einn þaulreyndasti tökumaður landsins. Hann hefur tekið þátt í öllum beinu útsendingum frá Íslandsmótinu í golfi frá upphafi. Mynd/seth@golf.is
Auglýsing

Bein útsending verður frá Íslandsmótinu í golfi sem fram fer á Jaðarsvelli 5.-8. ágúst 2021. 

Sýnt verður frá síðustu tveimur keppnisdögunum á RÚV og hefst útsending kl. 15 laugardaginn 7. ágúst og kl. 14.30 á lokadeginum sunnudaginn 8. ágúst. 

Þetta er í 24. sinn sem sýnt er frá Íslandsmótinu í golfi í beinni útsendingu í sjónvarpi. Fyrsta útsendingin var árið 1998 á Hólmsvelli í Leiru. 

Þetta verður í þréttánda sinn sem RÚV er með þessa útsendingu en fyrstu 11 árin var sýnt frá mótinu á SÝN og einu sinni var sýnt frá mótinu á Stöð 2 sport. 

Samkvæmt bestu heimildum GSÍ er Íslandsmótið í golfi eina meistaramót áhugakylfinga sem sýnt er í beinni útsendingu á landsvísu. Útsendingin er því einsdæmi á heimsvísu. 

Mikið er lagt í útsendinguna frá Íslandsmótinu í golfi á hverju ári. Um 7.000 metrar ef myndavélaköplum verða dregnir út á völlinn til að koma myndefninu til skila heim í stofu. 

Um 30 manns koma að útsendingunni með einum eða öðrum hætti. Alls verða 14 mannaðar myndavélar, þar af 7 sem verða færðar á milli brauta eftir því sem líður á útsendinguna. Tvær myndavélar fylgja efstu keppendunum. Þar að auki verða 5 ómannaðar myndavélar á Jaðarsvelli. Útsendingin í ár verður sú fyrsta þar sem að myndavélar geta náð höggum keppenda alls staðar á brautum 10 til 18. 

Hljóðblöndun verður að stórum hluta sjálfvirk þar sem hugbúnaður í tölvu sjá til þess að réttur hljóðnemi verður notaður miðað við hvaða myndavél er í loftinu  hverju sinni

Áhorfendur ættu því ekki að missa af höggi þegar spennan er sem mest á lokaholunum á Jaðarsvelli. 

Saga beinna útsendinga frá Íslandsmótinu í golfi

FjöldiÁrVöllurKlúbburÚtsending
11998Hólmsvöllur í LeiruGSSÝN
21999HvaleyrarvöllurGKSÝN
32000JaðarsvöllurGASÝN
42001GrafarholtsvöllurGRSÝN
52002StrandarvöllurGHRSÝN
62003VestmannaeyjavöllurGVSÝN
72004GarðavöllurGLSÝN
82005HólmsvöllurGSSÝN
92006UrriðavöllurGOSÝN
102007HvaleyrarvöllurGKSÝN
112008VestmannaeyjavöllurGVSÝN
122009GrafarholtsvöllurGRRÚV
132010KiðjabergsvöllurGKBRÚV
142011Hólmsvöllur í LeiruGSRÚV
152012StrandarvöllurGHRStöð 2 sport
162013KorpúlfsstaðavöllurGRRÚV
172014LeirdalsvöllurGKGRÚV
182015GarðavöllurGLRÚV
192016JaðarsvöllurGARÚV
202017HvaleyrarvöllurGKRÚV
212018VestmannaeyjavöllurGVRÚV
222019GrafarholtsvöllurGRRÚV
232020HlíðavöllurGMRÚV
242021JaðarsvöllurGARÚV

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ