Árlegt styrktarmót Zontaklúbbsins Sunnu fer fram á Öndverðarnesvelli föstudaginn 20. ágúst 2021. Að venju rennur allur ágóði mótsins í þau málefni sem Zontaklúbburinn styður.
Zontaklúbburinn Sunna var stofnaður 6. febrúar 2003 í Hafnarfirði. Konur í klúbbnum vinna í anda Zontahreyfingarinnar að því að styrkja stöðu kvenna.
Markmið Zontaklúbbsins Sunnu er að styrkja tengsl á milli kvenna í ólíkum starfsstéttum, um leið og þær afla fjár til að styrkja baráttu fyrir auknum réttindum, betri menntun, bættri heilsu og öryggi kvenna hér heima og úti í hinum stóra heimi.
Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni karla og kvenna og besta skor. Sami aðili getur ekki unnið í báðum flokkum og einugis þeir sem eru með löglega forgjöf getra unnið til verðlauna.
Veitt verða nándarveðlaun á öllum par 3 holum. Á 7. braut eru verðlaun fyrir það teighögg sem er næst miðju. Dregið verður úr skorkortum í mótslok.
Glæsilegir vinningar eru í boði.
Skráning í mótið fer fram í golfbox og kostar 11.000- en frjáls framlög alltaf þegin.
Matur er innifalinn í mótsgjaldi við mótslok. Boðið verður upp á kótelettuveislu. Ef ósk er um vegan þá vinsmalega látið vita í skráningunni.
Þeir sem ekki hafa aðgang að skráningu í golfboxi geta sent póst á netfangið: gogolf@gogolf.is