Auglýsing

Hið árlega golfmót til minningar um Gunnar Jón Guðmundsson var haldið á Þorláksvelli 15.ágúst sl.

Minningarmótið er haldið árlega og rennur allur ágóði af mótinu í Minningarsjóð Gunnars Jóns, sem hefur það að markmiði að styrkja íþrótta- og æskulýðsstarf í Sveitarfélaginu Ölfus ásamt öðru forvarnarstarfi í leik- og grunnskólum á svæðinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá GÞ.

Mjög góð þátttaka var í mótinu og komust færri að en vildu.

Alls tóku 72 kylfingar þátt og skemmtu sér vel á flottum golfvellinum.

Í mótslok var grillað og veitt verðlaun ásamt því að dregnir voru út fjöldinn allur af vinningum úr skorkortum.


Sigurvegarar mótsins voru félagarnir Elís Rúnar Elísson og Björn Andri Bergsson, en þeir spiluðu völlinn á 61 höggi nettó.

Óskum við þeim innilega til hamingju með sigurinn.

Hér að neðan má sjá helstu úrslit mótsins:

  1. GM – b (Elís Rúnar Elísson og Björn Andri Bergsson) – 61 högg nettó
  2. Egill / Eyþór (Egill Magnússon og Eyþór Már Magnússon) – 62 högg nettó
  3. Poolarar (Hilmir Guðlaugsson og Gunnar Marel Einarsson) – 63 högg nettó

Næst holu á 2. braut Birgir Bjarnason 0,27 m
Næst holu á 5. braut Ólafur Ágúst Ingason 3,45 m
Næst holu á 10. braut Þórleifur Karl Karlsson 4,42 m
Næst holu á 12. braut Þorlákur G. Halldórsson 0,76 m
Næst holu á 15. braut Gilbert Árni Hólmarsson 0,93 m
Næst holu á 17. braut Gunnar Marel Einarsson 1,81 m

Öll úrslit mótsins:

  1. GM – b 61 högg nettó
  2. Egill / Eyþór 62 högg nettó
  3. Poolarar 63 högg nettó
  4. Stokkseyrarfans 63 högg nettó
  5. Týr og Þór 63 högg nettó
  6. Norðaustur 64 högg nettó
  7. Ingason / Jóhannesdóttir 65 högg nettó
  8. Smárason / Hjartardóttir 65 högg nettó
  9. LFC 65 högg nettó
  10. Sigurbjörnsson / Jónsdóttir 65 högg nettó
  11. Liverpool fans 65 högg nettó
  12. Lúsmý 66 högg nettó
  13. Skeiðamenn 66 högg nettó
  14. Nýtum völlinn 66 högg nettó
  15. Hólmsteinsson x2 66 högg nettó
  16. Þorgils / Guðmundur 66 högg nettó
  17. Páll – Ögmundur 66 högg nettó
  18. Og RASS 67 högg nettó
  19. Guðfinnsson / Ingvarsdóttir 67 högg nettó
  20. Feðgarnir 67 högg nettó
  21. BB 4 67 högg nettó
  22. Kríukot 69 högg nettó
  23. Garibaldarnir 69 högg nettó
  24. Frændurnir 69 högg nettó
  25. JÁ 70 högg nettó
  26. RASS 70 högg nettó
  27. Efsti-Kambur 71 högg nettó
  28. Gestsdóttir / Karlsson 71 högg nettó
  29. Rupia 71 högg nettó
  30. Hafberg 72 högg nettó
  31. Bestu 73 högg nettó
  32. GOTT PAR 74 högg nettó
  33. B29 74 högg nettó
  34. Andri – Sindri 75 högg nettó
  35. FORE! 76 högg nettó
  36. Magnússon / Grétarsdóttir 80 högg nettó

Minningarsjóður Gunnars Jóns Guðmundssonar vill koma á framfæri sérstökum þökkum til allra styrktaraðila mótsins sem og allra þátttakenda fyrir stuðninginn við mótið.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ