Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur úr GR, endaði í 8. sæti á B-NL-Challenge mótinu í Hollandi sem lauk í gær. Með árangri sínum stórbætti Guðmundur Ágúst stöðu sína á stigalista á stigalista Áskorendamótaraðarinnar.
Guðmundur Ágúst fór upp um 42 sæti á stigalista Áskorendamótaraðarinnar, Challenge Tour, og er hann í 73. sæti eftir mótið í Hollandi. Eftir mótið í Hollandi er Guðmundur Ágúst í betri stöðu til þess að komast í hóp 45 efstu sem fá tækifæri á lokamótinu á Áskorendamótaröðinni.
Nánari upplýsingar um stigalistann eru hér:
Guðmundur Ágúst bætti einnig stöðu sína á heimslista atvinnukylfinga í karlaflokki. Hann fór upp um 99 sæti á listanum. Hann er í sæti nr. 647 á heimslistanum en í lok síðasta árs var hann í sæti nr. 522 á heimslistanum.