Frá vinstri; Sara, Perla Sól og Berglind. Mynd/GO
Auglýsing

Örninn Golf heimslistamótið fór fram um s.l. helgi á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddir.

Veðrið setti sinn svip á keppnishaldið en leiknar voru 54 holur á tveimur keppnisdögum. Á öðrum keppnisdegi voru leiknar alls 36 holur eða 2 keppnishringir þar sem að veðurspáin fyrir sunnudaginn var afar slæm.

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, stóð uppi sem sigurvegari í kvennaflokki en hún lék hringina þrjá á 221 höggi og sigraði með fimm högga mun.
Berglind Björnsdóttir, GR, varð önnur á 226 höggum og í þriðja sæti varð Sara Kristinsdóttir, GM, á 230 höggum.

Frá vinstri Sara Perla Sól og Berglind MyndGO

Örninn Golfverslun var aðalstyrktaraðili mótsins og hlutu keppendur gjafabréf með inneign í versluninni. Við þökkum Erninum innilega fyrir þeirra stuðning og keppendum í kvennaflokki fyrir þátttökuna.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ