Auglýsing

Fjölmennur hópur ungra og efnilegra kylfinga tók þátt í skemmtilegu verkefni sem fram fór s.l. sunnudag í Hraunkoti í Hafnarfirði.

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, í samstarfi við KPMG og GSÍ, stjórnaði þar æfingu ásamt afreksstjóra Golfsambands Íslands, Ólafi B. Loftssyni.

Á sjöunda tug kylfinga tóku þátt í „Púttó“ eins og verkefnið er kallað – og var hópnum skipt upp í tvennt þannig að hægt væri að koma þeim fyrir á æfingasvæðinu.

Ólafía Þórunn og Ólafur Björn útskýra verkefnið í myndbandinu hér fyrir neðan. Að auki er hægt að skoða myndir og hlaða þeim niður á myndavef GSÍ.

Myndasyrpa frá KPMG/GSÍ Púttó í Hraunkoti 2021 – smelltu hér:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ