Auglýsing

Nýverið kom út handbók frá STERF þar sem að fjallað er um varnir gegn vetrarskaða.

Bæklingurinn er hluti af stærri ritröð um kalvarnir á golfvöllum, sem nálgast má á vef sterf.org og íslenskri undirsíðu þar.

Ritin í upphaflega safninu eru ellefu og hafa níu þeirra nú verið þýdd á íslensku.

Þýðing er unnin af Edwin Roald, í samstarfi við SÍGÍ og GSÍ – golf.is.

Vetrarskaði getur orðið á grasi, hvar sem er á golfvellinum, en almennt er það gras viðkvæmast, sem sneggst er slegið. Í þessu riti er því fjallað um vetrarskaða á flötum, en lesendum er frjálst að laga fróðleikinn að teigum, brautum og jafnvel karga.

Endurræktun ætti að taka mið af aðstæðum hverju sinni. Dauða varpasveifsflöt má endurheimta án
sáningar ef fræbankinn er stór og vel dreifður um flötina. Þetta krefst sérstakrar nálgunar, í samanburði við flatir þar sem skriðlíngresi eða rauðvingull eru ríkjandi tegundir.

Við munum hér reyna að útskýra hvernig endurræktun, eða endurheimt, á að taka mið af breytileika hvað varðar grasategundir, ástand jarðvegs og eðli skaðans. Engar töfralausnir eru í boði. Jafnvel endurtyrfing getur verið vandkvæðum bundin.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ