Auglýsing

Alþjóðlegt unglingamót fer fram á Hlíðavelli í lok júní 2022 hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar.

Mótaröðin er vel þekkt hjá íslenskum kylfingum sem hafa verið áberandi á Global Junior Golf mótaröðinni víðsvegar um Evrópu á undanförnum árum.

Mótið hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar ber nafnið Icelandic Junior Midnight Challenge og fer það fram þegar dagsbirtan er sem lengst á Íslandi, eða dagana 27.-29. júní 2022.

Keppnisfyrirkomulagið er höggleikur án forgjafar og verða leiknar alls 54 holur eða þrír keppnishringir á þremur dögum, 18 holur á dag.

Skráning keppenda fer vel af stað og fjölmargir erlendir keppendur hafa skráð sig til leiks og skipuleggjendur mótsins eiga von á fjölmörgum erlendum kylfingum sem framarlega í sínum aldursflokkum í heimalöndum þeirra.

Eins og áður segir hafa íslenskir unglingar tekið virkan þátt á Global Junior Golf mótaröðinni víðsvegar um Evrópu – og skipuleggjendur mótsins á Íslandi eru vongóðir um að íslenskir kylfingar verði margir á þessu móti.

Aðalstyrktaraðili mótsins er 66North og verða glæsileg verðlaun í boði frá fyrirtækinu.

NánarI upplýsingar um mótið og skráning – smelltu hér.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ