Auglýsing

Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu í dag.

Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) fordæmir harðlega árásir Rússa á Úkraínu og vottar úkraínsku þjóðinni sína dýpstu samúð og stuðning sem og öllum þeim sem verða fyrir áhrifum þessara hræðilegu átaka. 

ÍSÍ tekur undir og styður jafnframt ályktun Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) sem gefin var út fyrr í vikunni (IOC EB recommends no participation of Russian and Belarusian athletes and officials – Olympic News (olympics.com)). 

Ólympíuhreyfingin er sameinuð í hlutverki sínu að stuðla að friði með íþróttum og sameina heiminn í friðsamlegri samkeppni umfram allar pólitískar deilur. Ólympíuleikarnir, Ólympíumót fatlaðra (Paralympics), heimsmeistaramót og heimsbikarmót og margir aðrir íþróttaviðburðir sameina íþróttamenn landa sem eiga í átökum og stundum jafnvel stríði.

IOC hefur því m.a. sent frá sér eftirfarandi tilmæli:

Til að vernda heiðarleika alþjóðlegra íþróttakeppna og fyrir öryggi allra þátttakenda, mælir framkvæmdastjórn IOC með því að alþjóða íþróttasambönd og skipuleggjendur íþróttaviðburða bjóði ekki eða leyfi þátttöku rússneskra og hvítrússneskra íþróttamanna og embættismanna í alþjóðlegum keppnum. Tekur framkvæmdastjórn ÍSÍ undir þessi tilmæli IOC og telur mjög mikilvægt að þessum tilmælum verði fylgt fast eftir.

Þar sem þetta er ekki mögulegt með stuttum fyrirvara af skipulagslegum eða lagalegum ástæðum, hvetur framkvæmdastjórn IOC eindregið alþjóðleg íþróttasambönd og skipuleggjendur íþróttaviðburða um allan heim til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að enginn íþróttamaður eða íþróttafulltrúi frá Rússlandi eða Hvíta-Rússlandi fái að taka þátt undir nafni Rússlands eða Hvíta-Rússlands. Rússneskir eða hvítrússneskir ríkisborgarar, hvort sem það eru einstaklingar eða lið, ættu aðeins að vera samþykktir sem hlutlausir íþróttamenn eða hlutlaus lið. Engin þjóðartákn, litir, fánar eða þjóðsöngvar þessa þjóða ættu að vera sýndir.

Í þeim tilfellum þar sem þetta er ekki mögulegt með stuttum fyrirvara af skipulagslegum eða lagalegum ástæðum, þá lætur framkvæmdastjórn IOC það eftir viðkomandi framkvæmdaraðilum að finna sína eigin leið til að takast á við þá áskorun sem lýst er hér að ofan. Framkvæmdastjórn ÍSÍ telur að þessa undanþágureglu verði að túlka mjög þröngt þó hún kunni að vera réttlætanleg t.d. vegna Ólympíumóts fatlaðra.

Framkvæmdastjórn IOC ítrekar einnig tilmæli sín frá 25. febrúar sl. um að ekki verði skipulegðirt neinir  neinn íþróttaviðburðir í Rússlandi eða Hvíta-Rússlandi á meðan núverandi ástand varir.

Með þetta í huga hvetur ÍSÍ sérsambönd og aðra aðila íþróttahreyfingarinnar á Íslandi að fylgja þessum tilmælum á meðan árás Rússa á Úkraínu heldur áfram.

Golfsamband Íslands styður tilmælin


*Uppfært 3. mars 2022.

Golfsamband Íslands styður þau tilmæli sem gefin hafa verið út af ÍSÍ / IOC og eru hér fyrir ofan.

GSÍ styður einnig við tilmæli og yfirlýsingar sem Evrópska golfsambandið (EGA/European Golf Associaton), Alþjóða golfsambandið (IGF/International Golf Federation) og Golfsamband Úkraínu (The Ukrainian Golf Federation) hafa gefið út og má sjá hér fyrir neðan.

Þar að auki tekur Golfsamband Íslands þátt í yfirlýsingu sem sjö golfsambönd standa að sameiginlega.

Yfirlýsingin var send á EGA, Evrópumótaröðina, IGF, LET, LPGA, PGA Tour, R&A og USGA.

Samböndin sjö eru: Golfsamband Íslands, Golfsamband Bosníu og Hersegóvínu, Golfsamband Tékklands, Golfsamband Króatíu, Golfsamband Ísraels, Golfsamband Litháens og Golfsamband Póllands.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ