GSÍ fjölskyldan
Auglýsing

Helga Signý Pálsdóttir og Perla Sól Sigurbrandsdóttir keppa báðar á áhugamannamóti R&A fyrir stúlkur yngri en 16 ára (Girls U16 Amateur Championship) sem fram fer á Englandi dagana 22.-24. apríl 2022.

Mótið var sett á laggirnar árið 2018 og að þessu sinni er keppt á Enville golfsvæðinu skammt frá Birmingham á Englandi.

Alls eru 90 keppendur og koma þeir frá fjölmörgum löndum víðsvegar úr heiminum.

Keppnisfyrirkomulagið er 54 holu höggleikur en R&A setti mótið á laggirnar til þess að búa til verkefni fyrir efnilegustu kylfingana í stúlknaflokki yngri en 16 ára.

Nánar um mótið hér:

Perla Sól og Helga Signý eru báðar úr Golfklúbbi Reykjavíkur og hafa verið í fremstu röð í sínum aldursflokki undanfarin misseri.

Deildu:

Auglýsing
Svipmyndir frá æfingaferð íslenska landsliðshópsins á La Finca í janúar 🇪🇸 lafincaresort
Undirbúningur hjá Guðrúnu Brá áður en hún hélt af stað til Suður Afríku að keppa á Sunshine mótaröðinni í golfi 🇿🇦Endilega fylgist með henni næstu vikur 📸
Skráning er hafin á Golfhátíð á Akranesi ⛳️ frábær skemmtun fyrir 11-14 ára af öllu getustigi 🙏🏻 nánari upplýsingar og skráning á golf.is
Frábær vika að baki hjá íslenska landsliðshópnum á La Finca Golf ⛳️Thank you for having us lafincaresort lafinca_sports

📸 kristinmariaa
Auglýsing