Auglýsing

Alls eru þrettán íslenskir kylfingar á meðal keppenda á Bravo Tours Open í Danmörku á Nordic Golf League sem hófst í dag.

Aldrei áður hafa svo margir keppendur frá Íslandi tekið þátt á þessari atvinnumótaröð.

Mótið heitir Bravo Tours Open by Enjoy Resorts og fer það fram á Rømø Golf Klub. Um er að ræða fyrsta mót ársins á mótaröðinni fyrir utan Winter Series sem fór fram á Spáni í febrúar/mars.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit.

Íslensku keppendurnir eru:

Andri Þór Björnsson, GR.
Aron Bergsson – keppir fyrir klúbb frá Svíþjóð.
Aron Snær Júlíusson, GKG.
Axel Bóasson, GK.
Bjarki Pétursson, GKG.
Böðvar Bragi Pálsson, GR.
Elvar Már Kristinsson, GR.
Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG.
Gísli Sveinbergsson, GK.
Hákon Harðarsson – keppir fyrir klúbb í Danmörku.
Hákon Örn Magnússon, GR.
Ragnar Már Garðarsson, GKG
Sigurður Arnar Garðarsson, GKG.

Axel Bóasson náði á sínum tíma að sigra í stigakeppni mótaraðarinnar og fékk í kjölfarið keppnisrétt á Áskorendamótaröð Evrópu, Challenge Tour, sem er í næst hæsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu. Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, sem eru með keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni, komust báðir inn á þá mótaröð með góðum árangri á NGL-mótaröðinni.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ