Leirumótið fer fram 3.- 5. júní hjá Golfklúbbi Suðurnesja en mótið er annað í röðinni á tímabilinu á GSÍ mótaröðinni. Keppt er í höggleik í kvenna – og karlaflokki og eru leiknar 54 holur á þremur keppnisdögum. Fyrsti keppnisdagurinn er föstudagurinn 3. júní og lokahringurinn fer fram 5. júní.
Þátttakendur skulu skrá sig í mótið á golf.is fyrir klukkan 23:59 þriðjudaginn 31. maí.
Golfbúðin í Hafnarfirði er samstarfsaðili GS í þessu móti en Golfklúbbur Suðurnesja sér um framkvæmd mótsins.
Hámarksfjöldi kylfinga í mótið er 144.
Þáttökurétt hafa bæði áhugamenn og atvinnumenn. Í karlaflokki er hámarksforgjöf 5,5 og í kvennaflokki 8,5 og skulu keppendur vera meðlimir í viðurkenndum golfklúbbi.
Leikfyrirkomulag
Höggleikur í flokki karla og kvenna, 54 holur, 18 holur á föstudegi, 18 holur á laugardegi, 18 holur á sunnudegi. Niðurskurður verður eftir annan hring en þá komast áfram 70% keppenda úr hvorum flokki. Ef keppendur eru jafnir í neðstu sætum ofan niðurskurðarlínu skulu þeir báðir/allir halda áfram. Keppt skal samkvæmt gildandi reglugerð um stigamót karla og kvenna og móta – og keppendareglum GSÍ.
Rástímar og ráshópar
Rástímar verða birtir á golf.is eftir kl 22:00 á miðvikudeginum fyrir mót (mögulega fyrr). Á fyrsta keppnisdegi ákveður mótsstjórn röðun í ráshópa en síðan verður raðað út eftir skori.
Þátttökuréttur
Hámarksfjöldi kylfinga í mótið er 144. Þáttökurétt hafa bæði áhugamenn og atvinnumenn. Í karlaflokki er hámarksforgjöf 5,5 og í kvennaflokki 8,5 og skulu keppendur vera meðlimir í viðurkenndum golfklúbbi.
Ef fjöldi skráðra leikmanna fer yfir hámarksfjölda ræður forgjöf kl. 8:00 morguninn eftir að skráningarfresti lýkur því hverjir komast inn í hvorn flokk, þ.e.a.s. þeir kylfingar sem fjærst eru forgjafarmörkum í sínum flokki. Þó skulu að lágmarki 25% af hámarksfjölda keppenda fá þátttökurétt í hvorum flokki, að teknu tilliti til stærðar ráshópa. Ef hámarksfjöldi keppenda er t.d. 90 skulu að lágmarki 24 keppendur fá þátttökurétt í hvorum flokki. Standi val á milli keppenda með forgjöf jafnlangt frá forgjafarmörkum skal hlutkesti ráða.
Mótsgjald
Karlaflokkur. Hvítir teigar 9000 kr. Kvennaflokkur. Bláir teigar 9000 kr.
Skráning og þátttökugjald
Þátttakendur skulu skrá sig í mótið á golf.is fyrir klukkan 23:59 á þriðjudegi fyrir mót. ** Engar undantekningar verða leyfðar eftir að skráningu lýkur.** Þátttökugjöld verða ekki endurgreidd ef afboðun berst eftir að skráningarfresti lýkur.
Æfingahringur
Einn æfingahringur án endurgjalds er heimilaður. Vinsamlegast hafið samband við klúbbinn til að panta rástíma í klúbbhúsinu. Skilyrði fyrir æfingahring er að búið sé að greiða þátttökugjald. Keppendur fá æfingabolta fyrir hring án endurgjalds á mótsdögum.
Verðlaun
Veitt verða verðlaun fyrir 1. – 3. sæti í flokki karla og kvenna.
Ef keppendur eru jafnir í fyrsta sæti þá verður leikinn bráðabani en að öðru leyti gilda móta- og keppendareglur GSÍ. Ef keppendur eru jafnir í öðrum sætum skiptast stig og verðlaun jafnt milli þeirra.
Ræst er út af fyrsta teig, skor er fært inn rafrænt af leikmönnum og skulu kylfingar koma inn í skorherbergi á neðri hæð klúbbhússins að loknum hring og staðfesta skor.
Dómari: Halldór Einir Smárason, s: 893-3227
Mótsstjóri: Andrea Ásgrímsdóttir
Mótsstjórn: Andrea Ásgrímsdóttir, John S. Berry, Jón Guðnason, Ólöf Kristín Sveinsdóttir, Örn Ævar Hjartarson, Sigurpáll Sveinsson, Halldór Einir Smárason.