Auglýsing

Atvinnukylfingarnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Axel Bóasson og Gísli Sveinbergsson, halda veglegt styrktarmót laugardaginn 28. maí á heimavelli þeirra – Hvaleyrarvelli hjá Golfklúbbnum Keili.

Guðrún Brá keppir í efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu en hún hefur verið með keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni undanfari ár. Á þessu keppnistímabili hefur Guðrún Brá leikið á fjölda móta og á næstu vikum og mánuðum verður nóg um að vera í keppnishaldinu hjá Guðrúnu.

Axel og Gísli eru með keppnisrétt á Nordic League atvinnumótaröðinni. Mótaröðin hefur reynst íslenskum kylfingum vel í gegnum tíðina og hefur Axel m.a. náð að komast inn á Áskorendamótaröðinni með góðum árangri á Nordic League. Axel hefur sigrað á einu móti á tímabilinu en með tveimur sigrum til viðbótar tryggir hann sér keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni.

Fimm efstu á stigalista Nordic League í lok keppnistímabilsins fá einnig keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni. Gísli Sveinbergsson er að koma inn í keppnisgolfið á ný eftir stutt hlé – en hann hefur náð bestu árangri íslenskra kylfinga á heimslista áhugakylfinga – þar sem hann komst inn á topp 100 listann á sínum tíma.

Styrktarmótið fer fram laugardaginn 28. maí og eru einstaklingar og fyrirtæki hvött til þess að taka þátt og styðja þar með við bakið á atvinnukylfingunum þremur. Nánar í auglýsingunni hér fyrir neðan.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ