Íslandsmót eldri kylfinga fer fram á Jaðarsvelli hjá Golfklúbbi Akureyrar dagana 14.-16. júlí 2022.
Skráningarfrestur er til kl. 23:59 mánudaginn 27. júní.
Smelltu hér til að skrá þig og nánari upplýsingar um Íslandsmót eldri kylfinga:
Íslandsmót eldri kylfinga 2022 – keppnisskilmálar
Þátttökugjöld og skráning
Leika skal 54 holu höggleik án forgjafar á þremur dögum.
Þátttökurétt hafa (a) íslenskir ríkisborgarar og (b) erlendir kylfingar eftir a.m.k. þriggja ára samfellda búsetu hérlendis. Þátttakendur skulu vera félagar í golfklúbbi innan vébanda GSÍ.
Þátttökugjöld skulu greidd við skráningu. Þátttökugjald fæst einungis endurgreitt séu forföll boðuð eigi síðar en kl. 18:00, þremur dögum fyrir fyrsta keppnisdag. Þátttökugjald í mótið er 21.000 kr. og innifalið er miði á lokahóf laugardagskvöldið 16. júlí.
Verði fullt í mótið munu keppendur sem komust ekki inn í mótið fá endurgreitt að móti loknu.
Einn æfingahringur er innifalinn í mótsgjaldi. Vinsamlegast hafið samband við klúbbinn til að bóka rástíma.
Keppt er í eftirtöldum flokkum:
Öldungaflokkur karla 50 ára og eldri – Hámarksforgjöf 18,0 – gulir teigar
Öldungaflokkur kvenna 50 ára og eldri – Hámarksforgjöf 26,0 – bláir teigar
Öldungaflokkur karla 65 ára og eldri – Hámarksforgjöf 22,0 – gulir teigar
Öldungaflokkur kvenna 65 ára og eldri – Hámarksforgjöf 29,0 – rauðir teigar
Aldur miðast við almanaksár. Hámarksforgjöf miðast við forgjöf þátttakanda kl. 8:00 morguninn eftir að skráningarfresti lýkur.
Hámarksfjöldi keppenda er 150 og skulu þeir leikmenn sem fjærst eru forgjafarmörkum í sínum flokki kl. 8:00 morguninn eftir að skráningarfresti lýkur öðlast þátttökurétt. Standi val á milli keppenda með forgjöf jafnlangt frá forgjafarmörkum skal hlutkesti ráða.
Þó skulu að lágmarki 18 kylfingar fá þátttökurétt í hverjum flokki.
Mótsstjórn er heimilt að fjölga keppendum í einstökum flokkum til að fylla í ráshópa, jafnvel þótt heildarfjöldi keppenda fari við það yfir 150. Keppendur 65 ára og eldri hafa val um hvorn aldursflokk þeir skrá sig í. Skráningum verður ekki breytt eftir að skráningarfresti lýkur.
Þátttakendalisti eftir niðurskurð verður birtur fyrir kl. 20:00 29. júní.
Forfallist kylfingur eftir að rástímar 1. umferðar hafa verið gefnir út skal sá kylfingur á biðlista sem er með lægstu forgjöf í viðkomandi flokki fá þátttökurétt í ráshópi þess sem forfallaðist.
Í flokkum 65 ára og eldri er notkun golfbíla heimiluð.
Rástímar og ráshópar
Rástímar verða birtir í GolfBox. Ræst verður út af 1. teig með 10 mínútna millibili. Á fyrsta keppnisdegi er keppendum raðað út eftir forgjöfen alla aðra daga verður raðað út eftir skori. Ekki verða leyfðar breytingar á útgefnum rástímum eftir birtingu þeirra.
1. hringur, fimmtudagur: Áætlaðir rástímar frá klukkan 07:30 – 15:30
Rásröð: Konur 50+, Konur 65+, Karlar 50+, Karlar 65+
2. hringur, föstudagur: Rástímar frá klukkan 07:30 – 15:30
Rásröð: Karlar 50+, Karlar 65+, Konur 65+, Konur 50+
3. hringur, laugardagur: Rástímar frá klukkan 07:00 – 15:00
Rásröð: Karlar 65+, Konur 65+, Karlar 50+, Konur 50+
Verðlaun
Veitt verða verðlaun fyrir 1. – 3. sæti í flokki karla 50 ára og eldri og kvenna 50 ára og eldri án forgjafar.
1. sæti: 40.000,- kr. Gjafakort Icelandair
2. sæti: 30.000,- kr. Gjafakort Icelandair
3. sæti: 15.000,- kr. Gjafakort Icelandair
Veitt verða verðlaun fyrir 1. – 3. sæti í flokki karla 65 ára og eldri og kvenna 65 ára og eldri án forgjafar.
1. sæti: 40.000,- kr. Gjafakort Icelandair
2. sæti: 30.000,- kr. Gjafakort Icelandair
3. sæti: 15.000,- kr. Gjafakort Icelandair
Lokahóf fer fram á laugardagskvöldi í golfskálanum og verða verðlaun afhent þar. Fyrir aukamiða hafið samband á skrifstofa@gagolf.is.
Matseðill:
Boðið verður upp á hlaðborð:
Kremuð villisveppasúpa, brauð & smjér
Fiskréttur og lambakjöt og meðlæti: Kartöflur, rótargrænmeti, ferskt salat, döðlu & brokkolísalat, bearnaise og piparsósa, köld grillsósa + meira viðeigandi meðlæti með fisknum.
Eftirréttur: Heit súkkulaði brownie, vanillu créme brulée & fersk ber
Golfbílar
Í golfmótum á vegum GSÍ, að undanskildu Íslandsmóti eldri kylfinga, 65 ára og eldri, skal mótsstjórn aðeins veita þeim keppendum, sem framvísa vottorði frá tilnefndum trúnaðarlækni GSÍ, heimild til að nota golfbíl meðan á keppni stendur. Vottorðið skal staðfesta að keppandinn búi við langvarandi líkamlega fötlun og þurfi á golfbíl að halda við keppni, að því tilskildu að slíkt veiti keppandanum ekki ótilhlýðilegt forskot, sbr. undantekningu 1 við golfreglu 14-3. Trúnaðarlæknar GSÍ er Sveinbjörn Brandsson, sveinbjorn@orkuhusid.is og Valur Guðmundsson, valurgudm@gmail.com.
Umsókn um heimild til notkunar golfbíls skal senda mótanefnd GSÍ að minnsta kosti einni viku áður en mótið hefst. Umsóknin skal send til motanefnd@golf.is og henni skal fylgja afrit vottorðsins.
Mótsstjórn: Arnar Geirsson, Steindór Ragnarsson, Jón Heiðar Sigurðsson, Tryggvi Jóhannsson.
Netfang mótsstjórnar: arnar@golf.is
Dómari: Tryggvi Jóhannsson
Birt með fyrirvara um breytingar.