Frakkland fagnaði sigri á Evrópumót stúlknalandsliða sem lauk í gær á Urriðvelli hjá Golfklúbbnum Oddi. Í úrslitaleiknum mættust Frakkland og Svíþjóð og sigruðu Frakkar í spennandi leik, 4/3.
Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2014 þar sem að Frakkland sigrar á Evrópumóti stúlknalandsliða.
Aðstæður voru krefjandi á lokakeppnisdeginum þar sem að mikill vindur var á Urriðavelli. Keppni var frestað um klukkustund vegna veðurs.
Ísland endaði í 17. sæti á þessu móti.
Jafnt var á með liðinum í fjórmenningsleikjunum en Frakkland vann 3 af 5 tvímenningsleikjunum sem spilaðir voru eftir hádegi í gær.
Þýskaland hafði betur gegn Englendingum í leiknum um þriðja sætið en lokastaðan er hér fyrir neðan.
1. Frakkland
2. Svíþjóð
3. Þýskaland
4. England
5. Tékkland
6. Danmörk
7. Spánn
8. Belgía
9. Írland
10. Holland
11. Sviss
12. Finnland
13. Ítalía
14. Skotland
15. Portúgal
16. Slóvakía
17. Ísland
18. Austurríki
Ísland lék í C-riðli og keppti um 16.-18. sæti. Ísland tapaði fyrsta leiknum gegn Slóvakíu 3/2. Berglind Erla Baldursdóttir og Katrín Sól Davíðsdóttir sigruðu í fjórmenningsleiknum 2/1. María Eir Guðjónsdóttir sigraði í tvímenningsleiknum 3/1, en aðrar viðureignir töpuðust. Sara Kristinsdóttir tapaði 2/1, Pamela Ósk Hjaltadóttir tapaði 3/1 og Karen Lind Stefánsdóttir tapaði 3/1.
Í lokaumferðinni lék Ísland gegn Austurrík og endaði sú viðureign með jafntefli, 2 1/2 – 2 1/2.
Berglind Erla Baldursdóttir og Katrín Sól Davíðsdóttir töpuðu 2/1 í fjórmenningsleiknum. Karen Lind Stefánsdóttir sigraði með yfirburðum 6/4 í tvímenningsleik sínum og Pamela Ósk Hjaltadóttir sigraði 3/2 í tvímenningsleiknum. Sara Kristinsdóttir gerði jafntefli gegn sínum mótherja og María Eir Guðjónsdóttir tapaði sínum leik 8/7.
Keppnisfyrirkomulagið var með þeim hætti að fyrstu tvo keppnisdagana var leikinn höggleikur þar sem að fimm lægstu skorin hjá hverju liði töldu. Liðunum var raðað upp í riðla eftir árangri í höggleiknum, átta efstu liðin léku í holukeppni í A-riðli um Evrópumeistartitilinn og önnur léku um sætin þar fyrir neðan. Í B-riðli var leikið um sæti 9.-16 og í C-riðli um sætin þar fyrir neðan.
Í holukeppninni eru leiknar tvær umferðir á dag. Í fyrri umferðinni í A-riðli voru leiknir tveir fjórmenningsleikir (Foursome) þar sem tveir leikmenn leika gegn tveimur öðrum leikmönnum og hvort lið leikur einum bolta. Eftir hádegi voru leiknir fimm tvímenningsleikir í A-riðli, þar sem einn leikmaður lék gegn öðrum leikmanni.
Til þess að ná Evrópumeistaratitli þurfti liðin að enda í einu af átta efstu sætunum í höggleiknum og vinna síðan alla þrjá leikina í riðlakeppninni.
Evrópumót stúlknalandsliða fer fram á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi á Íslandi.
Þetta er í fyrsta sinn sem mótið fer fram á Íslandi en EM kvenna fór fram á sama velli árið 2016. .
Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit:
2. keppnisdagur
Eftir 2. keppnisdag er ljóst hvaða átta þjóðir keppa um Evrópumeistaratitilinn.
Átta efstu þjóðirnar leika í A-riðli. Frakkland, England, Svíþjóð, Spánn, Þýskaland, Danmörk, Belgía og Tékklandi eru í A-riðli.
Írland, Ítalía, Holland, Sviss, Skotland, Portúgal, Finnland, Ísland, Austurríki og Slóvakía leika um sæti 9-18.
Ísland leikur í C-riðli og keppir þar um sæti 16-18 gegn Slóvakíu og Austurríki.
María Eir Guðjónsdóttir endaði í 48. sæti í höggleiknum á 155 höggum (78-77) samtals eða +13.
Berglind Erla Baldursdóttir endaði í 75. sæti í höggleiknum á 161 höggi (80-81) samtals eða +19.
Pamela Ósk Hjaltadóttir endaði í 75. sæti í höggleiknum á 161 höggi (77-84) samtals eða +19.
Katrín Sól Davíðsdóttir endaði í 80. sæti í höggleiknum á 162 höggum (82-80) samtals eða +20.
Sara Kristinsdóttir endaði í 89. sæti í höggleiknum á 165 höggum (85-80) samtals eða +23.
Karen Lind Stefánsdóttir endaði í 102 sæti í höggleiknum á 173 höggum (85-87) samtals eða +31.
1. keppnisdagur
Íslenska liðið er í 15.-16. sæti af alls 18 þjóðum á +47 höggum yfir pari. Englendingar eru efstir á +6 samtals og þar á eftir koma Frakkar og Svíar á +9.
Pamela Ósk Hjaltadóttir, var á besta skorinu hjá íslenska liðinu, eða 77 höggum +6. Hún er í 44. sæti. Pamela Ósk er með hæstu forgjöfina af öllum keppendum mótsins og er árangur hennar því áhugaverður í þeim samanburði. Íslenska liðið er með fimm forgjafarhæstu leikmenn mótsins.
María Eir Guðjónsdóttir lék á 78 höggum eða +7 og er hún í 51. sæti.
Berglind Erla Baldursdóttir lék á 80 höggum eða +9 og er hún í 67. sæti.
Katrín Sól Davíðsdóttir lék á 82 höggum, +11, og er hún í 83. sæti.
Sara Kristinsdóttir, lék á 85 höggum eða +14, og er hún í 90. sæti.
Karen Lind Stefánsdóttir lék á +15 í dag eða 86 höggum og taldi hennar skor ekki hjá íslenska liðinu.
Íslenska stúlknalandsliðið er þannig skipað:
Stúlknalandslið EM 2022. Ragnhildur Kristinsdóttir liðsstjóri, Pamela Ósk Hjaltadóttir. Katrín Sól Davíðsdóttir, Berglind Erla Baldursdóttir, María Eir Guðjónsdóttir, Sara Kristinsdóttir, Karen Lind Stefánsdóttir.
Alls taka 18 þjóðir þátt á Evrópumóti stúlknalandsliða. Spánverjar eru ríkjandi Evrópumeistarar eftir sigur gegn Frakklandi í úrslitaleiknum árið 2021.
Svíar og Spánverjar hafa sigrað samtals 8 sinnum á EM stúlknalandsliða en fyrsta var keppt fyrir 31 ári á EM í stúlknaflokki.
Allir keppendur úr sigurliði Evrópu á Junior Vagliano Trophy eru á meðal keppenda á Urriðavelli – en sú keppni er á milli sameiginlegu úrvalsliði Bretlands / Írlands og meginlands Evrópu.
Helen Briem (Þýskaland), Meja Ortengren og Nora Sundberg (Svíþjóð), Constance Fouillet (Frakkland), Francesca Fiorellini (Ítalía) og Cayetana Fernandez Garcia Poggio (Spánn). Þær tvær síðastnefndu hafa náð frábærum árangri á þessu ári. Fiorellini sigraði á Opna portúgalska meistaramótinu. Fernandez sigraði á Copa S.M. La Reina, eða Opna spænska áhugamannamótinu fyrr á þessu ári.