Íslandsmót golfklúbba 2022 í 1. deild karla fer fram dagana 21.-23. júlí og er leikið á Hlíðavelli í Mosfellsbæ hjá GM og Korpúlfsstaðavelli hjá GR.
Fyrst var keppt um Íslandsmeistaratitli golfklúbba árið 1961 og er mótið í ár það 62. í röðinni.
Alls eru 8 lið sem leika í efstu deild karla þar sem að keppt er um Íslandsmeistaratitil golfklúbba 2022 í efstu deild karla.
GR og GKG leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn 2022 í efstu deild karla.
GR sigraði GM í undanúrslitum 3-2 þar sem að úrslitin réðust í bráðabana. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR og Kristófer Karl Karlsson, áttust þar við og fékk Sigurður Bjarki örn á 1. holu í bráðabananum.
GKG sigraði GA 3 1/2 – 1 1/2 og leikur GKG til úrslita um titilinn á morgun, laugardag.
Nú er ljóst að GR, GA, GKG og GM leika í undanúrslitum í dag. GR mætir GM og GKG leikur gegn GA. GV, GKB, GOS og GS leika um sæti 5-8.
Úrslitin í 1. deild karla ráðast á Hlíðavelli laugardaginn 23. júlí.
1. deild karla 1.-4. sæti – smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit:
1. deild karla 5.-8. sæti – smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit:
Keppnisfyrirkomulagið er með hefðbundnum hætti.
Alls eru 8 lið sem leika í efstu deild karla.
Liðunum var skipt í tvo riðla, A og B.
A-riðill | B-riðill |
GR – Golfklúbbur Reykjavíkur | GKG – Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar |
GV – Golfklúbbur Vestmannaeyja | GOS – Golfklúbbur Selfoss |
GA – Golfklúbbur Akureyrar | GM – Golfklúbbur Mosfellsbæjar |
GKB – Golfklúbbur Kiðjabergs | GS – Golfklúbbur Suðurnesja |
Í A-riðli eru GR, GV, GA og GKB.
A-riðill karla –smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit
Golfklúbbur Akureyrar: Lárus Ingi Antonsson, Heiðar Davíð Bragason, Valur Snær Guðmundsson, Eyþór Hrafnar Ketilsson, Tumi Hrafn Kúld, Örvar Samúelsson, Mikael Máni Sigurðsson og Óskar Páll Valsson.
Golfklúbbur Kiðjabergs: Halldór Heiðar Halldórsson, Arnar Snær Hákonarson, Pétur Freyr Pétursson, Andri Jón Sigurbjörnsson, Hjalti Steinar Sigurbjörnsson, Árni Freyr Sigurbjörnsson, Ólafur Sigurjónsson og Sturla Ómarsson.
Golfklúbbur Reykjavíkur: Andri Þór Björnsson, Sigurður Bjarki Blumenstein, Viktor Ingi Einarsson, Jóhannes Guðmundsson, Elvar Már Kristinsson, Hákon Örn Magnússon, Böðvar Bragi Pálsson og Dagbjartur Sigurbrandsson.
Golfklúbbur Vestmannaeyja: Örlygur Helgi Grímsson, Einar Gunnarsson, Karl Haraldsson, Hallgrímur Júlíusson, Rúnar Þór Karlsson, Lárus Garðar Long, Daníel Ingi Sigurjónsson og Sigurbergur Sveinsson.
3. umferð:
GR sigraði í riðlinum og GA varð í öðru sæti og leika þessi lið til undanúrslita. GR mætir GM og GA leikur gegn GKG.
1. umferð:
Golfklúbbur Reykjavíkur er með 1,5 stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í A-riðli. GR og GKB skildu jöfn í fyrstu umferðinni en GR sigraði GA 3-2 í 2. umferð. GA er með einn vinning eftir sigur gegn GV. Eyjamenn eru einnig með 1 vinning eftir sigur gegn GKB. Í lokaumferðinni í riðlinum mætast GR – GV og GA – GKB.
2 umferð:
Í B-riðli eru GKG, GOS, GM og GS.
B-riðill karla – smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar: Breki Gunnarsson Arndal, Ragnar Már Garðarsson, Sigurður Arnar Garðarsson, Guðjón Frans Halldórsson, Hjalti Hlíðberg Jónasson, Aron Snær Júlíusson, Gunnlaugur Árni Sveinsson og Kristófer Orri Þórðarson.
Golfklúbbur Mosfellsbæjar: Kristján Þór Einarsson, Björn Óskar Guðjónsson, Andri Már Guðmundsson, Sverrir Haraldsson, Aron Ingi Hákonarson, Kristófer Karl Karlsson, Arnór Daði Rafnsson og Ingi Þór Ólafson.
Golfklúbbur Selfoss: Heiðar Snær Bjarnason, Aron Emil Gunnarsson, Hlynur Geir Hjartarson, Arnór Ingi Hlíðdal, Símon Levý Héðinsson, Pétur Sigurdór Pálsson og Andri Már Óskarsson.
Golfklúbbur Suðurnesja: Rúnar Óli Einarsson, Stefán Ragnar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, Pétur Þór Jaidee, Róbert Smári Jónsson, Björgvin Sigmundsson, Logi Sigurðsson og Sigurpáll Geir Sveinsson.
GKG er með 2 vinninga eftir fyrstu tvær umferðirnar. GKG sigraði GS 3-2 í fyrstu umferðinni og GM lagði GOS 3,5 – 1,5. GKG sigraði GM 3-2 í 2. umferð og GS sigraði GOS 3-2.
1 umferð:
2. umferð
Hvert lið leikur þrjá leiki í riðlakeppninni. Í hverri viðureign eru leiknir tveir fjórmenningsleikir og þrír tvímenningsleikir.
Tvö efstu liðin úr hvorum riðli komast í undanúrslit.
Efsta liðið í A-riðli leikur í undanúrslitum gegn liðin nr. 2 úr B-riðli.
Efsta liðið úr B-riðli leikur í undanúrslitum gegn liði nr. 2 úr A-riðli.
Neðsta liðið í 1. deild karla fellur í 2. deild.
Golfklúbbur Reykjavíkur hefur titil að verja í karlaflokk í efstu deild.
Fyrst var leikið á Íslandsmóti golfklúbba í karlaflokki árið 1961. Frá þeim tíma hafa 6 klúbbar fagnað þessum titli.
Golfklúbbur Reykjavíkur hefur sigrað oftast eða 25 sinnum, þar á eftir kemur Golfklúbburinn Keilir með 15 titla, Golfklúbbur Akureyrar er með 8 titla, Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar er með 7,
Golfklúbbur Suðurnesja 3), og Golfklúbbur Mosfellsbæjar er með 3 titla, þar af 2 þegar klúbburinn var Golfklúbburinn Kjölur.
Íslandsmót golfklúbba GSÍ – Íslandsmeistarar frá upphafi
Karlaflokkur:
1961 | Golfklúbbur Akureyrar |
1962 | Golfklúbbur Akureyrar |
1963 | Golfklúbbur Akureyrar |
1964 | Golfklúbbur Akureyrar |
1965 | Golfklúbbur Akureyrar |
1966 | Golfklúbbur Akureyrar |
1967 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
1968 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
1969 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
1970 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
1971 | Golfklúbbur Akureyrar |
1972 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
1973 | Golfklúbbur Suðurnesja |
1974 | Golfklúbburinn Keilir |
1975 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
1976 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
1977 | Golfklúbburinn Keilir |
1978 | Golfklúbburinn Keilir |
1979 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
1980 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
1981 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
1982 | Golfklúbbur Suðurnesja |
1983 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
1984 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
1985 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
1986 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
1987 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
1988 | Golfklúbburinn Keilir |
1989 | Golfklúbburinn Keilir |
1990 | Golfklúbburinn Keilir |
1991 | Golfklúbburinn Keilir |
1992 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
1993 | Golfklúbburinn Keilir |
1994 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
1995 | Golfklúbburinn Keilir |
1996 | Golfklúbbur Suðurnesja |
1997 | Golfkúbbur Reykjavíkur |
1998 | Golfklúbbur Akureyrar |
1999 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
2000 | Golfklúbburinn Keilir |
2001 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
2002 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
2003 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
2004 | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar |
2005 | Golfklúbburinn Kjölur |
2006 | Golfklúbburinn Kjölur |
2007 | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar |
2008 | Golfklúbburinn Keilir |
2009 | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar |
2010 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
2011 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
2012 | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar |
2013 | Golfklúbburinn Keilir |
2014 | Golfklúbburinn Keilir |
2015 | Golfklúbbur Mosfellsbæjar |
2016 | Golfklúbburinn Keilir |
2017 | Golklúbbur Kópavogs og Garðabæjar |
2018 | Golfklúbburinn Keilir |
2019 | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar |
2020 | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar |
2021 | Golfklúbbur Reykjavíkur |
Fjöldi titla:
Golfklúbbur Reykjavíkur (25)
Golfklúbburinn Keilir (15)
Golfklúbbur Akureyrar (8)
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (7)
Golfklúbbur Suðurnesja (3)
Golfklúbburinn Kjölur (2)
Golfklúbbur Mosfellsbæjar (1)