/

Deildu:

Auglýsing

Í tilefni 80 ára afmælis Golfsambands Íslands á þessu ári hefur sambandið framleitt hlaðvarpsþætti þar sem að fjallað verður um golfíþróttina frá ýmsum hliðum.

Markmiðið er að nýta þetta form miðlunar til þess að koma upplýsingum úr innra starfi GSÍ á framfæri. Golfsambandið hefur í gegnum tíðina nýtt ýmis form til þess að miðla upplýsingum og fréttum úr starfi golfhreyfingarinnar.

Tímaritsútgáfa er ekki lengur til staðar en þess í stað eru notaðar rafrænar leiðir til þess að miðla upplýsingum, á golf.is, í rafrænu fréttabréfi, samfélagsmiðlum og í nýjum hlaðvarpsþáttum.

Í þessum þætti er Arnar Geirsson, kerfis – og skrifstofustjóri GSÍ í viðtali. Arnar er reynslumesti starfsmaður golfsambandsins hefur stýrt innleiðingu á ýmsum nýjum stafrænum lausnum á undanförnum misserum.

Á næstu mánuðum mun Golfsamband Íslands setja í gang vinnu við nýtt greiningartól sem mun nýtast golfklúbbum landsins – sem og golfsambandinu. Með þessari viðbót við stjórnkerfishluta Golfbox er hægt að ná í gögn um ýmsa þætti í daglegu spili á golfvöllum landsins. Markmiðið er að gera golfklúbbum kleift með einföldum hætti að greina stöðuna á sínum velli. Og með betri upplýsingum í rauntíma fá golfklúbbar enn betri möguleika til þess að bæta þjónustuna fyrir félagsmenn.

Í þessum þætti fer Arnar lauslega yfir helstu atriðin á þessu sviði en hann verður með erindi um þetta mál á formannafundi GSÍ sem fram fer laugardaginn 12. nóvember í Laugardalshöll.

Kristín María Þorsteinsdóttir, móta – og kynningarstjóri GSÍ og Sigurður Elvar Þórólfsson, útbreiðslustjóri GSÍ hafa umsjón með hlaðvarpi GSÍ. Að þessu sinni sá Sigurður Elvar um þáttinn.

Hér fyrir neðan eru allir þættirnir en þeir eru einnig aðgengilegir á Spotify og Anchor.




Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ