/

Deildu:

Mynd/PGA
PGA á Íslandi.
Auglýsing

Þrír nemendur sem hófu nám í PGA golfkennaraskólanum á þessu hausti fengu námsstyrki frá Golfsambandi Íslands. Hulda Bjarnadóttir, forseti GSÍ, greindi frá styrkveitingunni á formannafundi GSÍ sem fram fór laugardaginn 12. nóvember s.l.

Þar kom eftirfarandi fram:

„Golfsamband Íslands telur aukna menntun golfkennara og aðgengi kylfinga að þeim á meðal þörfustu verkefna golfhreyfingarinnar.

Námsstyrkur GSÍ skal veittur nemanda eða nemendum (eða golfkúbbum þeirra) utan höfuðborgarsvæðisins sem hyggjast hefja nám í golfkennaraskóla PGA.

Ánægjulegt er að segja frá því að í haust hófu á fimmta tug nemenda nám við PGA golfkennaraskólann á Íslandi.

Hér með tilkynnist að úthlutun námsstyrkja árið 2022 hefur verið úthlutað til eftirfarandi nemenda:

Atli Freyr Rafnson GSS, Golfklúbbi Skagafjarðar
Rúnar Magnússon GFH, Golfklúbbi Fljótsdalshéraðs á Egilstöðum
Karl Hannes Sigurðsson, Golfklúbbi Húsavíkur
 
Með þessu vill golfsambandið stuðla að menntun golfkennara á landsbyggðinni, eins eða fleiri, og á sama tíma stuðla að fjölgun nemenda í PGA golfkennaraskólanum.“

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ