Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr Keili, er á meðal fimm efstu á stigalista Nordic Golf League.
Mótaröðin er fyrir atvinnukylfinga sem er í þriðja efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu í karlaflokki.
Í lok tímabilsins fá fimm efstu á stigalistanum keppnisrétt á Challenge Tour – Áskorendamótaröðinni sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu.
Smelltu hér fyrir stigalistann.
Axel hefur leikið á alls 7 mótum á tímabilinu. Hann hefur tvívegis endað í öðru sæti og einu sinni í þriðja sæti.
Þeir kylfingar sem ná að sigra á þremur mótum á tímabilinu fá keppnisrétt á Challenge Tour.
Árið 2017 varð Axel stigameistari á Nordic Golf League og var valinn kylfingur ársins á mótaröðinni. Hann fór í kjölfarið inn á Challenge Tour þar sem hann lék tímabilið 2017-2018.
Haraldur Franklín Magnús, GR, og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GKG, hafa báðir komist inn á Challenge Tour – Áskorendamótaröðina, með góðum árangri á Nordic Golf League.