Auglýsing

Haraldur Franklín Magnús, GR, er á meðal keppenda sem hefja leik fimmtudaginn 18. maí, á B-NL Challenge Trophy sem fram fer á Twentsche vellinum í Hollandi.


Mótið er hluti af Challenge Tour, Áskorendamótaröðinni, sem er næst sterkasta atvinnumótaröð í karlaflokki í Evrópu.

Mótið í Hollandi er annað mót tímabilsins hjá Haraldi Franklín á mótaröðinni. Hann endaði í 25. sæti á UAE Challenge mótinu sem fram fór á Saadiyat Beach vellinum í Abu Dabí – Sameinuðu arabísku furstadæmunum nýverið. Þar lék Haraldur Franklín á -4 samtals (74-69-73-68).

Árið 2021 var Haraldur Franklín nálægt sigri á þessu móti – sem fram fór á Spijk vellinum en þar lék GR-ingurinn samtals á 11 höggum undir pari. Spánverjinn Alfredo Garcia Heredia stóð uppi sem sigurvegari eftir bráðabana.

Þetta er eins og áður segir annað mótið á tímabilinu á Challenge Tour hjá Haraldi Franklín.
Hann hefur leikið á 48 mótum á þessari mótaröð frá árinu 2018. Besti árangur hans er 2. sætið og hann hefur einnig endað í þriðja sæti.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit á UAE Challenge:

<strong>Haraldur Franklín Magnús MyndGrímur Kolbeinsson <strong>

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ